fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanAf hæstu hæðum III

Af hæstu hæðum III

Hvaða möguleika áttu „sakborningarnir“ á þeirra tímum?

Yfirvaldið hér á landi hefur löngum misfarið með vald það, sem því hefur verið falið (yfirleitt ákvarðað af sjálfu sér). Fórnarlömbin hefur jafnan verið alþýðufólk.

Tvö mál eru hér til umfjöllunar; annars vegar mál vinnufólksins Fjalla-Eyvindar og hins vegar Sólveigar á Svalbarða. Niðurstöður beggja málanna verða að teljast yfirvaldinu í hvoru sínum landshluta til vansæmdar. Í báðum tilefnum urðu til fórnalömb, sem ekkert höfðu í raun til saka unnið.

Eyvindur Jónsson var fæddur 1714 í Árnessýslu. Þegar hann var 32 ára gamall var hann sakaður um þjófnað af sýslumanni Hreppamanna. Ástæðan; Eyvindur var sagður hafa eignast barn með konu í Hreppunum, farið í framhaldinu í vinnumennsku í annan landshluta og sýslumaðurinn þá séð einu leiðina til að verða við beiðnum foreldrana til að endurheimta “föðurinn” að lýsa eftir honum með sakartilburðum. Þar með gaf hann út “handtökuskipun” á hendur “stefnda”, sem varðaði útlegð hans til a.m.k. næstu 40 ára. Einu “refsiverðu” tilvikin í framhaldinu voru þau að hann “skar” sér til handa sauði sýslumannsins til lífsviðurværis sér og sínum til handa í útlegðinni.

Einar Benediktsson lauk lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla vorið 1892 og kom heim um haustið og fór beint norður að Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem hann leysti föður sinn af tímabundið sem sýslumaður þann vetur. Í millitíðinni náði hann að söðla undir sig nokkrar jarðir í sýslunni.

Grimm örlög hálfsystkinanna Sólborgar og Sigurjóns, á Svalbarði í Þistilfirði undir lok 19. aldar hefur reynst þjóðinni drjúgt umræðuefni í gegnum tíðina.

Á prestsetrinu Svalbarði í Þistilfirði sat ungur prestur, Ólafur Petersen, ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Sigríði Stefánsdóttur Stephensen. Þriðji skólabróðirinn og jafnaldri Einars var héraðslæknirinn Björn Blöndal, sem sat réttarhöldin sem réttarvitni og átti eftir að gegna hlutverki réttarlæknis áður en málinu var að öllu lokið.

Hinn 5. mars 1893 dæmdi Einar Benediktsson settur héraðsdómari í Þingeyjarsýslu Sigurjón Einarsson til tíu ára betrunarhúsvistar. Landsyfirréttur mildaði dóminn síðar í sex ár.

Barn Sólveigar var grafið í kirkjugarðinum en Sólveigu mátti ekki grafa innan hans.

Líkingin er hins vegar þessi; Presturinn hafði gert vinnukonunni, Sólborgu, barn. Prestfrúin eitraði fyrir henni til að þagga niður hneykslið. Sýslumaðurinn (Einar Benediktsson), skólabróðir prestsins, rannsakaði málið og fékk til liðsfylgis enn annan skólabróður þeirra, læknirinn, til líkningar málinu. Hálfbróður Sólveigar var bendlað við málið.

Hvaða möguleika áttu „sakborningarnir“ á þeirra tímum?

Kveðja,
Ómar Smári Ármannsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2