fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífWindWorks tónlistarhátíðinni lýkur um helgina

WindWorks tónlistarhátíðinni lýkur um helgina

Um helgina lýkur „WindWorks” tónlistarhátíðinni í Hafnafirði með þrennum tónleikum en hátíðin hófst um síðustu helgin með tvennum tónleikum í Pakkhúsinu.

Tvennir tónleikar í Pakkhúsinu

Á laugardaginn verða haldnir tvennir tónleika þar sem klarinett og flaututónar fylla Pakkhúsið.

Klukkan 14 leika Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og Grímur Helgason á klarinett  fjölbreytta tónlist eftir Martial Nardeau, Elínu Gunnlaugsdóttur og Jean Rivier.

Seinni tónleikarnir verða klukkan 15 þar kemur fram Aulos Flute Ensemble með tónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur, K. Fukushima og Sunnu Friðjónsdóttur og loks frumflutt verk fyrir flautu eftir Fabio Mengozzi sem samið er sérstaklega fyrir Pamelu De Sensi sem er listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar. Í Aulos Flute Ensemble eru Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir og Karen Karólínudóttir.

Aulos Flute Ensemble á tónleikum í Bungalowinu

Á sunnudag 20. mars verða tónleikar kl. 14 í Bookless Bungalow og mun Aulos Flute Ensemble meðal annars, frumflytja verk eftir Robin Lilja, ungt tónskáld frá Sviþjóð.

„WindWorks” tónlistarhátíðin hlaut 400.000 kr. menningarstyrk síðasta haust frá Hafnarfjarðarbæ.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2