fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBæjarlistinn birtir framboðslista sinn og stefnuskrá

Bæjarlistinn birtir framboðslista sinn og stefnuskrá

Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur birt efstu 10 á framboðslista sínum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Í tilkynningu frá flokknum segir að listann skipi kröftugt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem hafi mikinn áhuga á að vinna að framfaramálum í bæjarfélaginu. „Bæjarlistinn í Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð sem hefur eingöngu hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“

Sigurður Pétur, Hulda Sólveig, Árni Þór og Guðlaug Svala

Efstu 10 á listanum eru eftirfarandi:

  1. Sigurður P. Sigmundsson, hagfræðingur
  2. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur
  3. Árni Þór Finnsson, gönguleiðsögumaður og lögfræðingur
  4. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri
  5. Arnbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri
  6. Klara Guðrún Guðmundsdóttir, tilsjónaraðili
  7. Jón Gunnar Ragnarsson, viðskiptastjóri
  8. Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi
  9. Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur
  10. Einar P. Guðmundsson, járniðnaðarmaður

Helstu áherslur og stefnumál

  • Bæjarlistinn vill ábyrga uppbyggingu íbúðahúsnæðis í bænum. Sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi kost á að kaupa ódýrt húsnæði. Þá þarf að hlúa að hverfum í hröðum vexti og tryggja þar góða innviði. Efla þarf nærþjónustu svo íbúar geti sinnt erindum í auknum mæli innan hverfis.
  • Við viljum fjölskylduvænt samfélag með styttri vinnudegi og samþættingu á íþróttum, tónlistarkennslu og félagsstarfi innan tíma skóladags.
  • Efla þarf íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum með fjölbreytt framboð svo allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Aukin þjónusta við aldraða hvar sem því verður við komið. Má þar nefna heimaþjónustu, stuðning við félagsstarf og framboð á þjónustuíbúðum.
  • Bæjarlistinn leggur áherslu á metnaðarfullt og gott skólastarf þar sem þess verði gætt að starfsumhverfi kennara og nemenda sé sem best. Aukið verði við sérfræðiaðstoð í skólum bæjarins. Lögð verði áhersla á að skólar hafi svigrúm til þróunar fjölbreyttra kennsluhátta og framsækinnar hugsunar.
  • Bæjarlistinn vill stækka húsnæði Tónlistarskólans sem býr við þröngan kost.
  • Efla þarf samkeppnisstöðu bæjarins um starfsfólk í leikskólum m.a. með námssamningum og umbótum á starfsumhverfi starfsfólksins. Leggja þarf aukna áherslu á faglegt starf í leikskólum og skilgreina þá sem menntastofnun. Efla þarf móðurmálskennslu fyrir börn með annað tungumál en íslensku.
  • Bæjarlistinn leggur áherslu á mikilvægi þess að sinna vel viðhaldi fasteigna bæjarins, sér í lagi skólahúsnæðis.
  • Bæjarlistinn leggur áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra, fjölgað verði störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og unnin framtíðaráætlun í húsnæðis- og þjónustumálum fatlaðra í samvinnu við hagsmunasamtök. Staðinn verði vörður um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta vegna sérþarfa er annars vegar.
  • Fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál.
  • Bæjarlistinn vill að Hafnarfjörður verði eftirsóttur bær fyrir fólk, fyrirtæki, verslun og þjónustu, meðal annars með eflingu Markaðsstofu Hafnarfjarðar og stofnunar nýsköpunarseturs. Hlúa þarf að núverandi fyrirtækjum og þjónustu sem einkenna miðbæ Hafnarfjarðar og auka tækifæri til margvíslegrar verslunar- og menningarstarfsemi.
  • Bæjarlistinn vill að Óla Run tún verði almenningsgarður með aðstöðu til útivistar og leikja. Jafnframt verði hugað betur að leik- og útivistarsvæðum í úthverfum bæjarins.
  • Aukna áherslu á málefni innflytjenda og stutt verði enn frekar við starf fjölmenningarfulltrúa.
  • Bæjarlistinn vill bæta almenningssamgöngur sem og aðstöðu til hjólreiðasamgangna innan bæjarins og í tengingu við nágrannasveitarfélögin.
  • Bæjarlistinn vill koma á nýju skipulagi á stígum í upplandi Hafnarfjarðar til að tryggja betur öryggi vegfarenda. Má þar nefna gerð nýrra stíga og endurbætur, merkingar og kynningu. Þá skal leggja aukna áherslu á vernd og umgengni á útivistarsvæðum.
  • Aukin áhersla á umhverfis- og loftlagsmál. Vinna þarf að aukinni endurvinnslu, flokkun og minnkun sorps. Koma þarf upp fleiri hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Minnka kolefnisspor nýbygginga. Þá þarf að efla útivistarsvæði.
  • Bæjarlistinn leggur áherslu á fjölnýtingu og koma upp aðstöðu til að lengja notkunargildi hluta.
  • Bæjarlistinn vill að Hafnarfjarðarbær beiti sér fyrir viðræðum við ríkisvaldið um endurskoðun á skiptingu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga.
  • Bæjarlistinn vill að stjórnsýsla bæjarfélagsins hafi ávallt lýðheilsusjónarmið í huga við stefnumótun og ákvarðanatöku.
  • Aukin áhersla verði lögð á íbúasamráð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2