fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniMagnea Tómasdóttir syngur á hádegistónleikmum í Hafnarborg

Magnea Tómasdóttir syngur á hádegistónleikmum í Hafnarborg

Magnea Tómasdóttir, sópran, verður gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara á hádegistónleikum í Hafnarborg á þriðjudaginn kl. 12. Þær munu flytja vel valdar aríur eftir tónskáldin Verdi, Wagner, Stolz og fleiri.

Magnea Tómasdóttir sópran hóf söngnám hjá Unni Jensdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk 8. stigsprófi hjá henni við Tónlistarskóla Seltjarnarness.  Á árunum 1993-1996 stundaði Magnea framhaldsnám hjá Hazel Wood í Trinity College of Music í Lundúnum. Söngkennarar hennar í dag eru Jón Þorsteinsson og Hlín Pétursdóttir Behrens.  Á árunum 1997-1999 var Magnea við Óperustúdíóið í Köln og leikárið 1999-2000 var hún fastráðin söngkona við sama hús og söng hin ýmsu óperuhlutverk m.a. Fyrstu dömu í Töfraflautunni og Gerhilde í Valkyrjunum eftir Wagner.  Magnea fór með hlutverk Sentu í Hollendingnum fljúgandi í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2002. Einnig hefur hún kom fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Hollandi, Ítalíu og Englandi. Árið 2003 gaf Smekkleysa út geisadiskinn Allt svo verði til dýrðar þér‘ en þar fluttu Magnea og Guðmundur Sigurðsson organisti þjóðlög við sálmavers m.a. Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Síðustu misseri hefur Magnea helgað kröftum sínum tónlistariðkun og markvissri tónlistarhlustun fólks með heilabilunarsjúkdóma. Magnea er stundakennari í Listaháskóla Íslands á námskeiðinu  Tónlist og heilabilun þar sem unnið er með tónlistarspuna í tónlistarsmiðjum, þar sem sköpunarferðlið sjálft er kjarni smiðjunnar. Svo má ekki gleyma að Magnea er mikill skáti og hefur haft sönginn þar í hávegum, ekki síst með hinum eldhressu Langbrókum.

Antonía Hevesi

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig.

Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2