fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanGeðheilbrigði á rétt ról

Geðheilbrigði á rétt ról

Ragnheiður H. Eiríksdóttir Bjarman og Haraldur R. Ingvason. skrifa

Í kjölfar íbúafjölgunar, aukins ferða­mannastraums og hækkandi verðlags ár frá ári, hafa margar fjölskyldur lent í sjálf­heldu vinnu og skulda. Afleiðingin er minni frítími til að sinna hvert öðru svo vel fari. Niðurstaðan er einnig mikill hraði og spenna sem eru skaðleg fyrir sálar­lífið og það á meðan þjónusta við geð­heilbrigði þjóðar­innar hefur áratugum saman setið á hak­anum. Ótal skýrslur hafa verið gefnar út á liðnum árum og hver áætlunin sett fram á eftir annarri – en minna er um að fjármagn fylgi stóru orðunum.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinnir 1. og 2. stigs geðheilbrigðis­þjón­ustu innan heilsugæslustöðva og í Geð­heilsuteymi Suður sem þjónustar Hafnar­fjörð, en 3. stigs þjónusta, sérhæfð geð­meðferð, er veitt á Geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. En stigin þrjú starfa ekki í tómarúmi, heldur er samstarf við félagsþjónustu og aðra þjónustu í nærumhverfi íbúanna mikilvæg.

Hafnarfjörður hefur alla burði til að skipa sér í forystu sveitarfélaga í að veita íbúum fyrsta flokks geðheil­brigðis­þjónustu. Mikilvægt er að þeir sem sinna störfum sem falla undir Hafnarfjarðarbæ, og þjónusta íbúa Hafnarfjarðar með geðrænar áskoranir, hafi rétta þjálfun og aðgang að fjármagni til að leysa sín verk­efni vel af hendi. Einnig er mikilvægt að búa til gott starfs­umhverfi fyrir smá­fyrir­tæki í einka­rekstri, á borð við Lífs­­­gæðasetur gamla St. Jóseps­spítalans.

Aukin meðvitund og þjálfun þeirra sem starfa með börnum og unglingum um áhrif áfalla í uppvexti á heilsu síðar á ævinni er nokkuð sem Píratar vilja stuðla að. Í rannsóknum hefur komið fram að bein tengsl eru milli þungbærrar reynslu í æsku, s.s. að búa við andlega eða líkam­lega vanrækslu, að eiga foreldri með geðrænan vanda eða að verða fyrir einelti, og alvarlegs heilsufarsvanda á fullorðins­árum. Gögnin eru til, tólin eru til – nú þurf­um við að framkvæma og þjálfa okkar fólk í áfallamiðaðri nálgun.

Píratar vilja auka aðgengi íbúa í Hafnarfirði að geðheilbrigðisþjónustu og geðbætandi forvörnum í nærumhverfi.

Haraldur R. Ingvason og Ragnheiður H. Eiríksdóttir Bjarman,
frambjóðendur í 1. og 6. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2