Snyrtistofan Beauty Salon á sér langa sögu í Hafnarfirði en núverandi nafn fékk stofan í ágúst 2017. Hafði hún verið rekin undir nafninu Snyrtistofa Rósu í allt frá 1966 og var stofnuð af Kristínu Sigurrósu Jónasdóttur.
Í dag rekur Guðríður Lára Gunnarsdóttir snyrtifræðimeistari stofuna.
„Í desember 2019 kaupi ég svo stofuna af Kristrúnu Sif Gunnarsdóttur. Í rauninni var ég ekkert endilega á leiðinni að kaupa stofu þegar ég tek við henni, ég var búin að vera að vinna á henni 2017, en svo tilkynnir hún mér að hún ætli að selja og ég tek ákvörðun um að kaupa. Þannig að það var kannski engin önnur ástæða fyrir því að ég sé að reka stofuna þarna. Mér líkar bara vel við viðskiptavinina og það er mjög gott að vinna í Hafnarfirði,“ segir Guðríður sem er úr Keflavík og býr í Reykjanesbæ.
„Við bjóðum upp á allar helstu snyrtimeðferðir hjá okkur; augnháralengingar, augabrúnalyftingu, augnhárapermanent og fótsnyrtingar eru alltaf mjög vinsælar hjá okkur en nýjasta meðferðin okkar er augabrúnalyftingin.
Svo bjóðum við upp á vörur frá comfort zone, gehwol, novalash og ellebana,“ segir Guðríður sem einnig býður upp á vinsæl gjafabréf og gjafaöskjur. Fjórir starfsmenn eru á Beauty Salon sem staðsett er á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði.
Nánari upplýsingar má finna á beautysalon.is og í síma 555 2056.