fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanGöngum lengra í átt að auknum jöfnuði

Göngum lengra í átt að auknum jöfnuði

Samþykkjum launastefnu sem tryggir að lægstu laun verði aldrei lægri en þriðjungur af launum bæjarstjóra

Rannsóknir hafa sýnt að þau samfélög þar sem fólki líður best eru þau samfélög þar sem áhersla er lögð á jöfnuð. Við viljum öll búa í samfélagi þar sem okkur líður vel og við upplifum okkur velkomin. Það að búa í sveitarfélagi sem leggur raunverulega áherslu á jöfnuð er lykill að enn betra samfélagi þar sem allir eiga að geta blómstrað á eigin forsendum.

Hinn mikla misskipting auðs í okkar samfélagi er óforsvaranleg. Jöfn tækifæri til náms eru t.d. ekki til staðar þegar lágmarkslaun duga ekki fyrir húsnæðiskostnaði og framfærslu. Krafa launafólks er ekki flókin, að þau verði öll metin af verðleikum sínum. Þau vilja að reynsla og þekking þeirra sé metin og  mikilvægi þeirra sé viðurkennt.

Lægstu laun þurfa að vera nógu há til að láglaunamanneskja geti með góðu móti lifað af vinnu sinni. Lægstu launin verða að vera nógu há til þess að börn láglaunafólks neyðist ekki til þess að vinna með fullu námi og hrekist úr námi og út á vinnumarkaðinn til þess að létta undir með foreldrum sínum.

Hafnarfjarðarbær er atvinnurekandi og hefur sem slíkur alla burði til þess að vera frumkvöðull í jafnara samfélagi. Til þess að svo geti orðið þarf að taka tvær ákvarðanir. Í fyrsta lagi að launamunur á milli þeirra sem eru með lægstu laun verði aldrei lægri en þriðjungur af launum bæjarstjóra sem er líklega með hæstu launin í sveitarfélaginu. Í öðru lagi þarf að móta stefnu til að ná þessu markmiði. Við í VG leggjum því til að á árinu 2023 verði launastefna Hafnarfjarðar þannig að lægstu laun verði aldrei lægri en þriðjungur af launum bæjarstjóra. Þetta skilar sér í auknum jöfnuði. Hækki laun bæjarstjóra þá hækka laun skólaliða. Fyrsta skrefið í innleiðingu slíkrar launastefnu væri að ákveða hvernig best er að ná þessum árangri.

Ólöf Helga Adolfsdóttir,
ritari Eflingar stéttarfélags og skipar 2. sæti á lista VG í Hafnarfirði.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
aðstoðarmaður ráðherra og fyrrv. bæjarstjóri og skipar 22. sæti á lista VG í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2