fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirUN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnun fyrir konur á flótta

UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnun fyrir konur á flótta

Verða með kynningu á Konukvöldi í Firði á morgun fimmtudag!

Náðir þú að pakka? er yfirskrift á neyðarsöfnun sem UN Women á Íslandi hefur hrundið af  fyrir konur á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð með 1.900 kr. framlagi.

Kynning á Konukvöldi í Firði

Verða samtökin með kynningu á Konukvöldi í Firði sem verður á morgun, fimmtudag kl. 18-21. Þar verður einnig hægt að styrkja samtökin t.d. með því að kaupa varning.

Samhliða neyðarsöfnuninni opnar UNW á Íslandi kynningar og fræðsluvef sem ætlaður er að vekja almenning til umhugsunar um sértæk áhrif stríðs og átaka á líf kvenna og stúlkna og fræða þau um kvenmiðaða neyðaraðstoð UNW á heimsvísu.

Þannig veitir þú konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag. Sameinuðu þjóðirnar telja að þeim muni fjölga umtalsvert samhliða auknum áhrifum loftslagsbreytinga, sem þegar er farið að gæta víða um heim. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það sé vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Sjaldan er hugsað fyrir sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu.

Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum.

UN Women beitir sér af alefli fyrir því að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta.  Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna.

Staðreyndir sem UN Woman hefur tekið saman

  • Það er staðfest að tíðni mæðra- og ungbarnadauða margfaldast á tímum stríðsátaka.
  • Nauðsynlegir innviðir verða gjarnan gerðir að skotmörkum í stríði, þar með talið spótalar, rafmagnsveitur og vatnsból.
  • Barnshafandi konur hafa ekki aðgang að lyfjum né fagmenntuðum læknum og ljósmæðrum.
  • Nauðganir hafa verið nýttar sem stríðsvopn í hundruði ára.
  • Aðeins einn hefur fengist sakfelldur fyrir slíka stríðsglæpi, þrátt fyrir óteljandi sögur þolenda.
  • Tíðni kynbundis ofbeldis margfaldast í átökum, heimilisofbeldi eykst og kynferðislegt áreitn og -ofbeldi einnig.
  • Um 70% kevnna á átakasvæðum hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi.
  • Mansal eykst vegna veikrar stöðu fólks og barna á flótta.
  • Tíðni þvingaðra hjónabanda eykst.
  • Konur á flótta eru berskjaldaðar fyrir þvinguðu vændi, m.a. til að greiða fyrir mat, húsaskjól, lyf og aðrar nauðsynjar.
  • Árið 2020 voru konur aðeins 23% þeirra er tóku þátt í friðarviðræðum sem Sameinuðu þjóðirnar leiddu eða höfðu aðkomu að.
  • 2020 voru konur aðeins 5,2% friðargæsluliða í verkefnum Sameinuðu þjóðanna. Þetta lága hlutfall endurspeglar gríðarlega lágt hlutfall kvenna í herjum (innan við 10 %).
  • Mörg dæmi eru um að friðargæsluliðar nauðgi konum sem þeir eiga að vernda eða þvingi þær til samræðis í skiptum fyrir vistir.
  • Neyðar- og flóttamannabúðir án viðunandi gæslu geta verið stórhættulegar konum og börnum og eykur líkur á mansali, kynbundnu ofbeldi og vændi.
  • Jaðarsettir hópar upplifa því enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Þegar vopnuð átök geisa, ýkir það þann ójöfnuð og þá fordóma sem voru þegar til staðar innan samfélagsins.
  • Ofbeldi gegn hinsegin fólki margfaldast þegar átök geisa og verður það oft fyrir fordómum þegar aðstoð er veitt.
  • Heimilislaust fólk, fólk með fíknivanda og konur í vændi verða útundan þegar aðstoð er veitt á stríðstímum. Erfitt getur verið að nálgast þessa einstaklinga með upplýsingar um aðstoð og stöðu mála.
  • Einföld atriði á borð við staðsetning salernis- og þvottaaðstöðu getur aukið öryggi kvenna og stúlkna til muna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2