fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSöfnuðu hálfri milljón á hlaupum fyrir Úkraínu

Söfnuðu hálfri milljón á hlaupum fyrir Úkraínu

Hlaupahópur FH stóð fyrir styrktarhlaupi fyrir Úkraínu

Hlaupahópur FH færði í dag Rauða krossinum 500.000 kr. til hjálparstarfs í Úkraínu.

Er þetta afrakstur söfnunar sem hlaupahópurinn stóð fyrir er boðið var til styrktarhlaups. Komu hlauparar víðs vegar að úr ýmsum hlaupahópum og tóku þátt í hlaupi sér til gleði og skemmtunar en síðan enduðu allir í Kaplakrika þar sem borðin svignuðu undan kræsingum sem félagar í hlaupahópnum höfðu útbúið. Áttu hlaupar þar góða stund enda voru flestir búnir að vinna sér inn smá sætindi með hlaupunum.

Hlaupararnir sem tók þátt í styrktarhlaupinu

Greiddu hlaupararnir og fleiri frjálst framlag inn á söfnunarreikning og bættir Hlaupahópur FH svo góðri upphæð við svo heildartalan varð hálf milljón kr.

Nadía Ýr Emilsdóttir þakkaði framlagið.

Nadía Ýr Emilsdóttir, fulltrúi Rauða krossins, mætti við upphaf æfingar hópsins í dag og tók við hálfrar milljón kr. ávísunni og þakkaði þetta rausnarlega framlag.

Hlaupahópur FH, sem er einn af stærstu hlaupahópum landsins, safnar árlega til góðrar málefna og vill með því leggja sem sem þurfandi eru hjálparhönd.

Borðin svignuðu undan kræsingum eftir styrktarhlaupið

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2