fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanGjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum

Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum

Sævar Gíslason skrifar

Áfangi til eflingar skólastarfs og jafnræðis

Eitt af stefnumálum okkar í  Miðflokknum og óháðum er að stuðla að  að koma á gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum bæjarins á kjörtímabilinu.  Hópur í bæjarfélaginu er svo illa staddur að hann getur ekki gefið börnum sínum góðan mat.

Við viljum því létta undir með öllum barnafjölskyldum í bæjarfélaginu með slíkum aðgerðum,  því í sumum tilfellum getur verið dýrara að vera með barn í grunnskóla heldur en í leikskóla. Í leikskóla er eitt gjald innheimt og allt innifalið en þegar börnin eru komin í grunnskóla þarf að borga skólamat, senda þau með nesti fyrir kaffitímann og borga fyrir frístundaheimilið. Einnig er alltaf eitthvað aukalega sem tínist til eins og drekaveisla og sparinesti. Auk þess byrja flest börn að æfa íþróttir þegar þau byrja í grunnskóla.

Börnin í Hafnarfjarðarbæ eiga að fá að sitja við sama borð óháð efnahag foreldra.

Það mun muna um Miðflokkinn og óháða, treystu okkur að koma þínum málum áleiðis, XM á kjördag.

Sævar Gíslason,
varamaður í fjölskylduráði og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í komandi sveitastjórnarkosningum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2