fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimUmræðanAfhverju Hafnarfjörður?

Afhverju Hafnarfjörður?

Sigrún Jónsdóttir skrifar

Við fluttum í  Hafnarfjörð í júni 2016.

Þegar við hjónin ákváðum að kaupa okkar fyrstu eign saman þá vorum við með nokkrar hugmyndir um hvað það var sem við vorum að leita að, ekki síst þegar kom að nærumhverfi.

Við vildum búa þar sem væri bæjarbragur, þar sem hægt væri að labba í bókasafn, kaffihús og veitingastaði og ekki síst að það væru  góðar gönguleiðir.

Norðurbakkinn varð fyrir valinu og það er auðvelt að fullyrða að okkar hugmyndir um nærumhverfi hafi allar verið uppfylltar. Við búum í nýlegri blokk, rétt fyrir ofan  eru eflaust elstu hús bæjarins og hinumegin er sjórinn, við búum jú nánast á bryggjunni.

Það skiptir máli að eiga á því kost að geta nálgast þjónustu í nærumhverfi, að þurfa ekki alltaf að setjast upp í bíl til að nálgast nauðsynjar. Hverfi þurfa að vera þannig uppsett að þjónusta sé sem næst miðju þess svo að aðgangur flestra sé á þann hátt. Í Hafnarfirði hefur íbúum fækkað og því þarf að breyta, samtímis þarf að passa upp á að hverfin séu sett upp með þarfir íbúa í huga.

Ég geri mér grein fyrir að ég er aðfluttur Hafnfirðingur en er þó eftir aðeins 6 ár komin þangað að ég fer helst ekki út úr bæjarfélaginu nema erindin séu fleiri en eitt..merkilegt nokk þá leysi ég ansi margt bara hér í mínum heimabæ. Ef þú kæri kjósandi vilt að Hafnarfjörður haldi áfram að vera með þennan fallega bæjarbrag og skynsemi í skipulagi, sem fær fólk eins og mig til að velja Hafnarfjörð sem sinn bæ Þá er Viðreisn besti valkosturinn í komandi sveitastjórnarkosningu hér í Hafnarfirði. Við í Viðreisn viljum að það sé sterk framtíðarsýn í skipulagi bæjarins, þar sem heildarmyndin er skoðuð, þétting byggða, græn svæði, góðir göngu- og hjólastígar, þjónustukjarnar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, raunverulegt val um almenningssamgöngur og fjölbreytt úrval af íbúðum.

Sigrún Jónsdóttir,
situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2