fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirPíratar og VG hefðu átt að fá mann inn hvor ef sanngirni...

Píratar og VG hefðu átt að fá mann inn hvor ef sanngirni væri gætt

d'Hondt reiknireglan hyglir stóru flokkunum við útdeilingu bæjarfulltrúa

Það vakti athygli við síðustu sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 af 11 bæjarfulltrúum (45,5% bæjarfulltrúa) þó fylgi þeirra væri aðeins 33,7% sem ætti, ef sanngirni væri gætt að fá 33,7% af 11 bæjarfulltrúum sem 3,7 bæjarfulltrúa og þá aldrei meira en 4 ef 0,7 væri hærra hlutfall en hjá öðrum flokkum sem það var ekki og því hefði flokkurinn átt að fá 3 bæjarfulltrúa.

Nú var það bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem græddu á d’Hondt reglunni og fengu einum fulltrúa fleiri en hlutfallstölur þeirra sögðu til um. Á móti voru það Píratar og VG sem töpuðu fulltrúa hvor vegna reiknireglunnar.

Með öðrum orðum; vegna d’Hondt reiknireglunnar sem notuð er á Íslandi græddi Sjálfstæðisflokkurinn 2 bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkur fékk 13,7% og reiknast því 1,504 bæjarfulltrúar (2)
Sjálfstæðisflokkur fékk 30,7% og reiknast því 3,372 bæjarfulltrúar (3)
Viðreisn fékk 9,1% og reiknast því 1,006 bæjarfulltrúi (1)
Bæjarlistinn fékk 4,3% og reiknast því 0,469 bæjarfulltrúi 1 (0)
Miðflokkurinn fékk 2,8% og reiknast því 0,312 bæjarfulltrúi 1 (0)
Píratar fengu 6,1% og reiknast því 0,674 bæjarfulltrúi (1)
Samfylkingin fékk 29,0% og reiknast því 3,189 bæjarfulltrúar (3)
VG fékk 4,3%  og reiknast því 0,474 bæjarfulltrúar (1)

D: 3 (3,372), S: 3 (3,189), B: 2 (1,504), C: 1 (1,006), P: 1 (,674), VG: 1 (,474)
4. bæjarfulltrúi D kemst því ekki inn með 0,372 og ekki heldur 4. fulltrúi S með 0.189 og ætti L listinn frekar að ná inn með sinn 0,469.

Ýmsar leiðir eru notaðar víða um heim við útreikning á sætum og m.a. er sumsstaðar þröskuldur, flokkar þurfa að ná ákveðnum prósentum atkvæði til að ná inn manni þó það eigi líklega helst við í þingkosningum.

Í Danmörku þar sem d’Hondt reglunni er beitt geta flokkar gert með sér tvenns konar bandalög til að vinna á móti þeirri ósanngirni D’Hondt reiknireglunnar að hygla stærri flokkunum. Geta flokkar gert með sér listabandalag og fengið úthlutað sama listabókstafnum en t.d. A1, A2 og A3. Teljast atkvæðin þá saman. Þá geta flokkar og listabandalög gert með sér kosningabandalag fyrir kosningar.

En hvað ef bæjarfulltrúarnir væru 15?

Ef bæjarfulltrúarnir væru 15, eins og heimild er fyrir, breyttist niðurstaðan aðeins því þá fengi Sjálfstæðisflokkur 6 fulltrúa, Samfylking 5 og Píratar næðu inn manni skv. gildandi reglum um úthlutun sæta í bæjarstjórn.

En fengju flokkar sæti í hlutfall við sitt fylgi breyttist staðan töluvert og allir flokkar fengju fulltrúa inn nema Miðflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 5, Samfylking fengi 4 og hinir einn hver nema Framsóknarflokkur sem fengi 2 fulltrúa.

Það er greinilega ekki alveg auðvelt að finna sanngjarna reglu og þar sem svo margir flokkar ná ekki inn fulltrúa detta ótrúlega mörg atkvæði dauð niður. Þetta mætti koma í veg fyrir ef kjósendur fengju að velja t.d. 1-3 flokka í þeirri röð sem þeir óskuðu sér. Næði flokkur þeirra ekki kjöri, félli atkvæði á flokkinn í 2. vali o.s.frv.

Atkvæði 17,2% kjósenda duttu dauð niður

Um þetta er ekki almennt mikið rætt og kannski tilefni þess nú þegar atkvæði 17,2% þeirra Hafnfirðinga sem mættu á kjörstað, duttu dauð niður.

Niðurstöður kosninganna og úthlutun sæta

Niðurstöður kosninganna 2022 og úthlutun bæjarfulltrúa skv. d’Hondt reglunni.

Reiknireglan sem notuð er hér á landi við að reikna út fjölda bæjarfulltrúa getur verið mjög ósanngjörn og stjórnlaga­dómstóll Þýskalands dæmdi fyrir löngu d‘Hondt regluna ólýðræðis­lega og því ónothæfa.

Við síðustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 33,7% greiddra atkvæða og hefði því átt að fá 3,71 bæjarfulltrúa ef reiknað er 33,71% af 11 bæjarfulltrúum. Það réði því svo hvaða flokkur væri nær því að fá fulltrúa, hvort Sjálfstæðisflokkurinn fengi 3 eða 4 fulltrúa. En flokkurinn fékk 5 bæjarfulltrúa því skv. d‘Hondt reglunni er fyrsti full­trúi valinn eftir hæsta fylgi hvers flokks, síðan er deilt í heildartölu hvers flokks með 2 upp í 11 og hæsta talan notuð til að ákvarða fulltrúana.

En skv. atkvæðamagni fengu Píratar 6,52% atkvæða og 6,52% af 11 bæjarfulltrúum er 0,72 og því hefðu Píratar átt að fá einn bæjarfulltrúar frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sinn fimmta fulltrúa sem skv. atkvæðamagni átti 0,71 upp í 4. mann sinn.

Þar að auki fékk VG 6,71% atkvæða og 6,71% af 11 bæjarfulltrúum sem er 0,74 bæjarfulltrúar og því hefði VG frekar átt að fá bæjarfulltrúa en D sem var með 0,71 upp í sinn fjórða fulltrúa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2