fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkAnnar oddviti hleypur yfir til Samfylkingarinnar

Annar oddviti hleypur yfir til Samfylkingarinnar

Bæði Miðflokkurinn og Bæjarlistinn misstu sinn bæjarfulltrúa við síðustu sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Í gær greindum við frá að Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Samfylkinguna.

Nú hefur annar oddviti og annar Sigurður gengið til liðs við Samfylkinguna en í gærkvöldi greindi Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans að hann væri genginn til liðs við Samfylkinguna.

Segir hann að Guðmundur Árni Stefánsson hafi óskað eftir við hann að hann yrði fulltrúi flokksins í íþrótta- og tómstundanefnd og segir Sigurður að það verði að koma í ljós hversu mikinn þátt hann taki í þassu starfi. „Allavega þetta er byrjunin, hvert hlaup byrjar á einu skrefi,“ segir hinn sigursæli hlaupari og hlaupaþjálfari.

„Guðmundur Árni, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, bauð mér að vera fulltrúi þeirra í Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar en kosið verður í ráð og nefndir á morgun, miðvikudaginn 8. júní. Ég myndi þar með ganga til liðs við Samfylkinguna. Eftir að hafa hugsað þetta í viku eða svo ákvað ég að slá til. Mínar skoðanir og áherslur eru mjög svipaðar þeim sem Samfylkingin kynnti í kosningabaráttunni. Ég hef mikinn áhuga á bæjarmálunum og þarna fæ ég tækifæri og vettvang til að starfa áfram að þeim. Líst mjög vel á þennan hóp og hlakka til að vinna með þeim að góðum málum í þágu bæjarbúa. Það verður svo að koma í ljós hversu mikinn þátt ég tek í þessu starfi. Allavega þetta er byrjunin, hvert hlaup byrjar á einu skrefi.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2