fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirLionsfélagar gáfu sjúkraþjálfuninni á Hrafnistu æfingahjól

Lionsfélagar gáfu sjúkraþjálfuninni á Hrafnistu æfingahjól

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur styrkt sjúkraþjálfunina á Hrafnistu Hraunvangi með nýjum æfingatækjum og fleiru í mörg ár og eru flest tækin í tækjasalnum gjafir frá þeim.

Í byrjun júlí komur Lionsfélagarnir í heimsókn, færandi hendi og gáfu sjúkraþjálfuninni rafknúið handa- og fótahjól sem er mjög góð viðbót við hjólin og æfingatækin sem eru þar.

Það var Íris Huld Hákonardóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu, sem tók á móti gjöfinni.

Magnús Ingjaldssonm, formaður úthlutunarnefndar og Geir Hauksson fyrrverandi forseti Lionsklúbbs Hafnarfjarðar með Írisi Huld Hákonardóttur, deildarstjóra sjúkraþjálfunar Hrafnistu að prófa powerboard tækið sem þeir gáfu sjúkraþjálfuninni í nóvember 2020 þar sem ekki hefur gefist tækifæri til þess að skoða það fyrr vegna covid.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2