fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífRáðgjafar- og greiningarstöðin flytur í Hafnarfjörð

Ráðgjafar- og greiningarstöðin flytur í Hafnarfjörð

Ráðgjafar- og greiningarstöðin undirbýr nú flutning stofnunarinnar í ný heimkynni að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði.

Undirbúningur að flutningi stöðvarinnar hefur staðið yfir í nokkurn tíma og ráðgera stjórnendur stofnunarinnar að hægt verði að taka á móti skjólstæðingum í byrjun september en fram að þeim tíma, eða út ágústmánuð, verður tekið á móti börnum og fjölskyldum að Digranesvegi 5.

Starfsmenn eru 62 og forstöðumaður er Soffía Lárusdóttir.

Ráðgjafar- og greiningarstöð er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri hvar sem þau búa á landinu. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 83 frá árinu 2003. Hlutverk hennar er meðal annars að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtækar þroskaskerðingar, sinna fræðilegum rannsóknum á þessu sviði og veita börnum með óvenjuflóknar eða sjaldgæfar fatlanir langtímaeftirfylgd. Öflun og miðlun þekkingar um fatlanir og þroskaskerðingar og fræðsla um helstu íhlutunarleiðir er enn fremur meðal hlutverka stofnunarinnar.

Sarfsemin er skipulögð á grundvelli heildstæðrar þjónustu og fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í þjónustuferlinu og að eiga hlutdeild í ákvörðunum er varða þjónustu fyrir barn og fjölskyldu. Áður en barni er vísað á Ráðgjafar- og greiningarstöðina þarf að vera búið að meta þroska þess og færni (frumathugun).

Algengustu ástæður tilvísunar eru grunur um einhverfu og skyldar raskanir, þroskahömlun og hreyfihamlanir.

Börn sem greinast með fatlanir eiga rétt á aðstoð á uppvaxtarárum sínum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Ennfremur njóta þau þjónustu fyrir fatlaða á vegum viðkomandi sveitarfélags.

Foreldrar eiga rétt á umönnunargreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins (www.tr.is) vegna aukinna útgjalda í tengslum við fötlun barns. Þá greiða Sjúkratryggingar Íslands (www.sjukra.is) fyrir hjálpartæki, þjálfun og ferðakostnað.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2