fbpx
Fimmtudagur, nóvember 28, 2024
target="_blank"
HeimKynningFermingarfræðsla í Hafnarfjarðarkirkju hófst með 5 daga námskeiði

Fermingarfræðsla í Hafnarfjarðarkirkju hófst með 5 daga námskeiði

Fermingarfræðsla í Hafnarfjarðarkirkju hófst 15. ágúst

„Við ákváðum að breyta til í fermingarstarfinu hjá okkur í vetur í Hafnarfjarðarkirkju og vera ekki með fræðslu einu sinni í viku í allan vetur eins og verið hefur, heldur taka vikunámskeið áður en skólarnir hæfust og hittast svo einu sinni í mánuði eftir það fram að fermingu. Þessi vikunámskeið hafa gefist vel í kirkjum þjóðkirkjunnar en hópurinn þjappast vel saman og börnin kynnast vel. Við höldum okkur þó að sjálfsögðu við fermingarferðalagið okkar í Vatnaskóg en farið verður í dagsferð, laugardaginn 17. september,“ segir Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju.

Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju

Hún segir fræðslunámskeiðið þessa vikuna hafi gengið vonum framar en hópurinn sé frábær og krakkarnir vel samstilltir. „Dagskráin hefur verið fjölbreytt. Við höfum kynnst sálmaskáldinu Hallgrími Péturssyni, horft á Bart Shimpson, lært sálma, skoðað flottustu orgel landsins sem eru í eigu Hafnarfjarðarkirkju, samið bænir, farið í Minute to Win it, bakað kókoskúlur, farið í Mission impossible, búið til bænaarmbönd og margt fleira. Eitt af markmiðum námskeiðsins er að undirbúa messu sem fermingarbörnin annast sjálf ásamt prestum og starfsfólki en sú messa verður þann 4. september kl. 11 og þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir.“

Um fermingarfræðsluna sjá prestar kirkjunnar, sr. Aldís Rut og sr. Jónína, ásamt æskulýðsfulltrúa kirkjunnar Bylgju Dís.

Enn er opið fyrir skráningar en þau sem skrá sig eftir námskeiðið fá fá bætt upp það sem þau hafa farið á mis við.

Skráning er á hafnarfjardarkirkja.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2