fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirFyrsti ungi tannlæknirinn til að opna stofu síðan 2008

Fyrsti ungi tannlæknirinn til að opna stofu síðan 2008

Ný tannlæknastofa opnuð í Hafnarfirði

Í fyrsta sinn sem ungur tannlæknir opnar eigin tannlæknastofu síðan 2008
Róbert Gerald tannlæknir opnaði á dögunum tannlæknastofuna Bæjarbros í Bæjarhrauni, Hafnarfirði í samvinnu við tannréttingarsérfræðingin Þóri Schiöth. Það er í fyrsta sinn sem ungur tannlæknir opnar eigin tannlæknastofu síðan haustið 2008.

Róbert Gerald Jónsson.
Róbert Gerald Jónsson.

Róbert segir að viðtökurnar hafi verið góðar og framkvæmdir gengu vel. Róbert býður upp á alla almenna tann­læknaþjónustu, barnatannlækningar, tann­­hvíttun og tannsmíði. Ef viðkom­andi þarf á ráðgjöf varðandi tann­réttingar er sérfræðingur í tannréttingum einu herbergi frá.

Róbert notar nýjustu tækni í röntgen­myndatöku og rótfyllingum. Hjá Bæjar­­brosi verður sjúklingum boðið upp á að fá heyrnartól og sjónvarps­gler­augu meðan á lengri heimsóknum stendur.

Tannlæknastofan er opin alla virka daga frá 9 til 17 og er síminn 565 9020.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2