fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH stelpur leika í bestu deildinni - strákarnir reyna að verjast falli

FH stelpur leika í bestu deildinni – strákarnir reyna að verjast falli

FH hefur tryggt sér sæti í efstu deild í knattspyrnu kvenna á næsta leikári.

Getur tryggt sér sigur í deildinni í Kaplakrika á föstudag

Liðið er í efsta sæti í Lengjudeildinni, með  40 stig og 37 fleiri mörk skoruð en fengin og hafa ekki tapað leik, þegar tvær umferðar eru eftir. Leikur FH gegn Fjölni á föstudag í Kaplakrika kl. 17.30 en Fjölnir er í 10. og nesta sætinu og þegar fallnir. Sigri FH í þeim leik verður liðið sigurvegari í Lengjudeildinni því þó liðið tapi síðasta leik sínum við Tindastól, sem vermir 2. sætið með 37 stig, þá heldur FH toppsætinu með miklu betri markamun en Tindastóll.

FH leikur við Tindastól á Sauðárkróki 16. september kl. 19.15.

FH varð fyrst íslenskra liða Íslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna

Í hálfleik þegar landslið kenna tók á móti Hvít-Rússlandi var meistaraflokkur FH frá 1972 heiðraður en liðið varð fyrstu Íslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna.

Í sumar voru liðin 50 ár frá fyrsta Íslandsmóti kvenna, sem fór fram árið 1972. Spilað var í tveimur fjögurra liða riðlum og þau lið sem tóku þátt voru FH, Fram, Breiðablik, Þróttur Reykjavík, Ármann, Grindavík, Haukar og Keflavík. FH og Ármann mættust í úrslitaleik þar sem FH vann 2-0 sigur og FH-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitli, fyrst kvennaliða. Frá upphafi hefur FH fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari, árið 1972, 1974, 1975 og 1976.

FH lék í efstu deild 1972-1982, 2000-2006, 2010, 2012-2014 og 2016-2018.

Í liði FH árið 1972 voru Birna Bjarnason, Brynja Guðmundsdóttir, Erna Flygenring, Guðrún Júlíusdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Gyða Úlfarsdóttir, Katrín Danivalsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Brandsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Sesselja Friðþjófsdóttir, Sigfríður Sigurgeirsdóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sædís Arndal.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, færði af því tilefni, Margréti Brandsdóttur, fyrir hönd FH, blómvönd og einnig fengu allir leikmenn mynd af liðinu frá 1972 sem tekin var af Helga Dan.

Fremri röð f.v.: Katrín Danivalsdóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Birna Bjarnason, Gyða Úlfarsdóttir og Svanhvít Magnúsdóttir. Efri röð f.v.: Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Margrét Brandsdóttir, Kristjana Aradóttir, Sigfríður Sigurgeirsdóttir, Sædís Arndal, Sigrún Sigurðardóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sesselja Friðþjófsdóttir. Á myndina vantar Ernu Flygenring.
Með þeim á myndinni er t.v. Kristófer Magnússon þjálfar og Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, t.h. – Ljósmynd: Helgi Dan.

Haukar fallnir

Haukar, sem einnig leikur í Lengjudeild kvenna, eru í verri málum og er liðið fallið þegar tvær umferðir eru eftir. Haukar sækja Fjölni heim á föstudaginn og fá Augnablik í heimsókn 16. september kl. 19.15. Þessi þrjú lið eru í þremur neðstu sætunum en Fjölnir er fallið ásamt Haukum.

FH karlar berjast fyrir sæti sínu í bestu deildinni

Karlalið FH hefur átt brösugt ár og árangurinn langt undir væntingum. Situr liðið í 10. og þriðja síðasta sæti og í bullandi fallbaráttu með 16 stig eftir 20 leiki. Hefur liðið aðeins unnið 3 leiki!

Ljósmynd: J. Long

Á liðið tvo leiki eftir í deildarkeppninni, á heimavelli á móti ÍA, sem er í 11. sæti, með stigi minna en FH, á sunnudaginn kl. 14 og á útivelli gegn Stjörnunni 17. september en Stjarnan er í 5. sæti með 28 stig.

6 neðstu liðin munu svo leika einfalda umferð í úrslitakeppni sem ræður því hvaða fjögur lið haldast uppi í deildinni og hvaða tvö lið falla. Taka þau með sér stigin úr deildakeppninni og skiptir því lokastaðan miklu máli.

Það skýrist ekki fyrr en eftir þessar lokaumferðir hvaða lið keppa um Íslandsmeistaratitilinn og hvaða lið keppa um sæti í deildinni því óvíst er í hvorum helmingnum Stjarnan, KR, Keflavík og Fram lenda.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2