fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkipulagsstofnun telur áhættu tekna með byggingu knatthúss við Ástjörn

Skipulagsstofnun telur áhættu tekna með byggingu knatthúss við Ástjörn

Skipulagsstofnun hefur sent frá sér ítarlegt álita á mati á umhverfisáhrifum vegna byggingar knatthúss á Ásvöllum.

Umhverfisskýrslan var unnin af Hafnarfjarðarbæ og sendu ýmsir aðilar inn umsagnir og athugasemdir. Þetta voru Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.

Auk framangreindra umsagna bárust umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Birni Ól. Gíslasyni, Ólöfu Björnsdóttur og Huldu Björnsdóttur, Huldu Hákonardóttur 2022 og Landvernd.

Framkvæmdin

Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu fjölnota knatthúss og fjögurra æfingavalla að Ásvöllum í Hafnarfirði. Knatthúsið verður 11.370 m2 að grunnfleti. Mænishæð yfir miðju vallar er 25 m en 12 m yfir hliðum. Gert er ráð fyrir ca. 900 m2 þjónustubyggingu samtengdri knatthúsinu. Norðvestan við húsið er gert ráð fyrir 85 – 95 bílastæðum.

Í raun ekki tveir valkostir

Í umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðarbæjar eru lagðir fram tveir valkostir á fyrirkomulagi mannvirkja að Ásvöllum.

Valkostur A – Staðsetning mannvirkja í samræmi við skipulag. Valkosturinn gerir ráð fyrir að knatthús sé staðsett nyrst á athugunarsvæðinu og æfingasvæði verði staðsett sunnan við núverandi gervigrasvöll. Syðst á svæðinu er gert ráð fyrir þremur æfingavöllum og eru þeir vellir sameiginlegir báðum valkostum. Gert er ráð fyrir íbúðarbyggð við núverandi íþróttamiðstöð Hauka.

Valkostur B – Staðsetning mannvirkja samkvæmt fyrra deiliskipulagi frá árinu 2010. Valkosturinn gerir ráð fyrir að knatthús sé staðsett sunnan við núverandi gervigrasvöll og æfingasvæði er staðsett nyrst á athugunarsvæðinu. Syðst á svæðinu er gert ráð fyrir þremur æfingavöllum og eru þeir vellir sameiginlegir báðum valkostum. Ef valkostur B verður fyrir valinu verður ekki úr frekari íbúðaruppbyggingu.

Í umsögnum Björns Ó. Gíslasonar o.fl., Huldu Hákonardóttur og Landverndar er bent á að valkostur B virðist ekki inni í myndinni þar sem íbúðalóðirnar hafi verið boðnar út og tilboði frá verktakafyrirtæki hafi verið tekið í mars sl. Það sé óásættanlegt setja upp valkosti þegar raunverulega sé búið að taka ákvörðun um að skipuleggja með öðrum hætti.

Í umsögnunum er einnig bent á að ekki sé hægt að meta heildar umhverfisáhrif af valkosti A (og B) nema valkostur C, fjær friðlandinu, hefði einnig verið metinn og raunverulegt mat farið fram. Þetta hafi ekki verið gert og því sé fyrirliggjandi mati á umhverfisáhrifum verulega ábótavant.

Talsverð neikvæð áhrif að mati Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð íþróttamannvirki muni hafa í för með sér miklar breytingar á landslagi og ásýnd svæðisins. Skipulagsstofnun telur að ásýndarmyndir í umhverfismatsskýrslu gefi ágæta hugmynd um hvernig svæðið kemur til með að líta út að loknum framkvæmdum. En reynslan af slíkum myndum í samanburði við raunverulega ásýnd með vettvangsskoðun að loknum framkvæmdum bendi til að myndir vanmeti umfang mannvirkja. Knatthúsið er ráðgert rétt við mörk friðlandsins þar sem skemmst er á milli íþróttasvæðisins og Ástjarnar. Það verður því langstærsta mannvirkið í nágrenni tjarnarinnar og mun gnæfa yfir tjörnina. Skipulagsstofnun telur að áhrif framkvæmdanna á ásýnd og landslag verði talsvert neikvæð. Áhrifin verði sýnu verri af kosti A vegna nálægðar við Ástjörn.

Skipulagsstofnun er ósammála framkvæmdaraðila um að líklega sé kostur A betri m.t.t. fugla. Knatthús sem verður um 25 hátt mun hafa talsvert neikvæð áhrif á sýn og birtu við Ástjörn og mögulega loka á aðflugsleið fugla. Sá kostur er mun síðri með hliðsjón af fuglum heldur en að staðsetja húsið næst núverandi íþróttahúsum. Skipulagsstofnun tekur undir með Heilbrigðiseftirlitinu og telur að framkvæmdirnar séu líklegar til að hafa neikvæð áhrif á fuglalíf á og við Ástjörn.

Skipulagsstofnun telur áhrif valkostar A á fuglalíf talsvert neikvæð en áhrif valkostar B óverulega neikvæð.

Að mati Skipulagsstofnunar er líklegt að grunnvatnsrennsli frá Ástjörn verði óbreytt ef vel tekst til við framkvæmdirnar og áhrif á vatnafar og ferskvatnslífríki því óveruleg. Engu að síður tekur Skipulagsstofnun undir með Náttúrufræðistofnun Íslands að svo umfangsmikil framkvæmd í miklu nágrenni við viðkvæmt og verðmætt ferskvatnsvistkerfi feli í sér áhættu. Á framangreint við báða valkosti.

Ætti að vera fjær friðlandinu en kostir A og B

Í umsögnum Náttúrufræðistofu og Umhverfisstofnunar var bent á að eðlilegra hefði verið að leggja fram kost sem fæli í sér að knatthús yrði reist fjær friðlandinu heldur en framlagðir kostir A og B. Einnig var bent á að eðlilegt hefði verið að skoða hvort ekki mætti reisa minna hús til æfinga þar sem keppni í fótbolta færi hvort eð er fram utandyra. Skipulagsstofnun telur að Hafnarfjarðarbær hafi sett framkvæmdinni mjög þröngar skorður með því binda hana við það svæði sem um ræðir og miða stærð knatthússins við skilyrði til að spila í efstu deild. Fyrir vikið hefur að mjög takmörkuðu leyti, verið skoðað hvernig unnt sé að byggja knatthús fyrir íþróttafélagið Hauka með sem minnstum umhverfisáhrifum. Þau knatthús sem hafa verið reist á Íslandi til þessa eru með allra stærstu mannvirkjum í hverju sveitarfélagi. Slík mannvirki verða ekki falin og staðsetning þeirra ræður því mestu um hvernig þau fara í umhverfi sínu.

Verið að taka áhættu

Að mati Skipulagsstofnunar er verið að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er verði kostur A fyrir valinu. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum á Ástjörn og lífríki hennar er valkostur B betri kostur. Minnt er á að sérstaða Ástjarnar felst ekki síst í nálægð hennar við þéttbýli en slík nálægð felur það í sér að nauðsynlegt er að fara mjög varlega í mannvirkjagerð í nágrenninu.

Nánar má sjá um álit Skipulagsstofnunar hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2