fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniÚtgáfuteiti Ingvarsbókar Viktorssonar í dag

Útgáfuteiti Ingvarsbókar Viktorssonar í dag

Þrjár sögur úr bókinni

Í dag, fimmtudag milli 17 og 18:30, verður haldið útgáfuteiti í Sjónarhól, félagsheimili FH í Kaplakrika, vegna útkomu ævisögu/afmælisrits Ingvars Viktorssonar, „Ég verð að segja ykkur“.

Bókarkápa „Ég verð að segja ykkur“Þarna verður bókin kynnt, bráðskemmtilegar sögur sagðar, og hún árituð fyrir þá sem vilja.

Áskrifendur að bókinni fá hana afhenta þar (hún verður að sjálfsöguð send til þeirra sem komast ekki) og vitaskuld verður góðgæti og eitthvað rennandi í boði. Þá verður bókin þarna til sölu.

Sögur úr bókinni

Í bókinni kennir margra grasa og sögurnar eru óteljandi. Hér eru þrjár:

Mikið þurfti til að koma mömmu úr jafnvægi og kannski var það ekki hægt. Hún greindist þrisvar með krabbamein og í eitt skiptið sagði læknirinn við hana, að hún myndi missa hárið í meðferðinni, en það kæmi þó aftur. Mamma kippti sér ekkert upp við þessi tíðindi, leit góðlega á lækninn og spurði í sínum gamansama tóni: „Fæ ég þá að ráða litnum?“

Svo að sjómennskunni, en Ingvar var nokkur sumur í Norðursjó á Ísleifi VE;

Eiginkonur skipverjanna á Ísleifi fengu einhverju sinni kveðju frá þeim í óskalagaþætti sjómanna í Ríkisútvarpinu. Þeir höfðu þá verið lengi að veiðum, þráðu orðið að hitta þær og sýndu það með því að velja með kveðjunni Bítlalagið „Help“.

Viku seinna fengu þeir kveðju í sama þætti frá eiginkonum sínum með Tom Jones-laginu „Help Yourself“.

Saga úr golfinu:

Einu sinni ætlaði ég að fá vin minn og félaga, Þóri heitinn Jónsson, með mér í golfið og við fórum út á Hvaleyri. Ég stillti upp bolta og bað Þóri að fylgjast með. Ég valdi kylfu og sló, en hitti ekki boltann, reyndi aftur og það sama gerðist, ég hitti ekki boltann. Þegar mér hafði mistekist ætlunarverk mitt í þriðja skiptið missti Þórir þolinmæðina og sagði: „Þetta er helvíti sniðugt, en til hvers er boltinn?“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2