fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífHéldu upp á 150 ára og 150 mánaða afmæli

Héldu upp á 150 ára og 150 mánaða afmæli

DB Schenker starfsstöðin á Íslandi hefur vaxið mjög hratt

DB Schenker hélt upp á 150 ára afmæli fyrirtækisins á síðasta ári og af því tilefni ákvað starfsstöðin á Íslandi að fagna 150 mánaða afmæli sínu nú á haustmánuðum.

DB Schenker hefur síðustu árin starfrækt útibú einnar stærstu flutnings­miðlunar í heimi hér í Hafnarfirði. Móð­ur­félagið er með höfuðstöðvar í Þýskalandi. Þegar fyrirtækið var stofn­að fyrir 150 árum kynnti það fyrst allra flutningafélaga þann möguleika að bjóða upp á safnsendingar, sem var ný­lunda á þeim tíma. Fyrirtækið óx hratt og er í dag einn af leiðandi flutn­ings­aðilum heims, með skrifstofur í yfir 130 löndum og meira en 76.000 starfsmenn. Starfsstöðvar eru um 2000 á öllum stærstu mörkuðum heims.

Knut Eriksmoen, forstjóri DB Schenker og Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri DB Schenker á Íslandi.

Aðgangur að þéttu flutningsneti

Frá opnun útibús DB Schenker á Íslandi 2011, hafa íslensk fyrirtæki haft aðgang að þéttu flutninganeti fyrir­tækisins. Fyrirtækið getur því boðið viðskiptavinum sínum upp á hvers kon­ar sjó-, flug- og landflutning um allan heim, hvort heldur er fyrir heilfarma eða lausavörur og leggur mikla áherslu á skilvirk tengsl milli allra flutningsaðila í aðfangakeðjunni. Þetta ­skiptir sköpum þegar um flóknari flutningsleið er að ræða, eða þegar tengja þarf landflutning við flutning á sjó eða í flugi. Fyrirtækið rekur einnig skjala- og tolladeild fyrir viðskiptavini félagsins.

Frá afmælishófinu

Höfum vaxið mjög hratt

Hjá fyrirtækinu starfa í dag 16 starfsmenn með mikla reynslu á sviði flutn­inga og sérfræðinga í tollskýrslu­gerð. Framkvæmdastjóri DB Schenker á Íslandi er Valdimar Óskarsson. „Þetta hefur verið frábært tími, við höfum vaxið mjög hratt hvort sem það er í þjónustu við útflytjendur, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á kæli og frystiflutninga, eða til að tengja innflytj­endur þéttofnu flutninganeti DB Schenker frá öllum heimsálfum. Fyrir um ári tókum við yfir vöruhúsið í Fornu­búðum þar sem við tökum á móti innflutningsvörum og dreifum til við­skiptavina. Einnig hefur færst í vöxt að viðskiptavinir okkar notfæra sér þjón­ustu okkar í vöruhótelinu svo sem fyrir hýsingu á vöru eða lestun í gáma og vagna fyrir útflutningsvörur. Okkur hefur líkað ákaflega vel að starfa og dreifa vörum hér í Hafnarfirði enda vel staðsett til tenginga við hafnir og flugvöll. Stór hluti okkar starfsmanna býr hér í bæ,“ sagði Valdimar Óskars­son í samtali við Fjarðarfréttir.

Jón Jónsson reif upp stemminguna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2