Haukar urðu í gær bikarmeistarar kvenna eftir 94-66 sigur á Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöll.
Haukar tóku strax öll völd á leiknum og leikmenn Keflavíkur náðu sér aldri á strik.
Sólrún Inga Gísladóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins, en hún skoraði 20 stig, átti 7 stoðsendingar, 7 fráköst og skoraði úr 6 af 8 skotum sínum.
Keira Breeanne Robinson var stigahæst í Haukaliðinum 22 stig og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig.
Daniela Wallen Morillo var lang stigahæst í liði Keflavíkur með 30 stig.
Þetta er þriðja árið í röð sem liðið verður bikarmeistari í meistaraflokki kvenna.