fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHraunborgarfélagar gáfu Seiglunni fjölþjálfa

Hraunborgarfélagar gáfu Seiglunni fjölþjálfa

Kiwanisklúbburinn Hraunborg færði nýlega Seiglunni, þjónustu- og virknimiðstöð Alzheimersamtakanna nýjan fjölþjálfa að gjöf.

Á fyrsta fundi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar á nýju ári þann 12. janúar var Harpa Björgvinsdóttir forstöðumaður „Seiglunnar“ gestur klúbbsins og kynnti Seigluna, þjónustu- og virknimiðstöð Alzheimersamtakanna, sem er með aðsetur í Lífsgæðasetrinu í St.Jó.

Í framhaldi var samþykkt að færa Seiglunni fjölþjálfa að verðmæti 790 þúsund kr. sem afhentur var 27. janúar sl.  og tóku Harpa verkefnisstjóri og Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri við gjöfinni. Með fjölþjálfanum er þjálfað upp þol og styrkur með mjúkum og eðlilegum hreyfingum og með lágmarksálagi á liði og hentar tækið því fjölbreyttum hópi.

Við fjölþjálfann

Stuttu síðar buðu forsvarskonur Seiglunnar fulltrúum Hraunborgar í kaffi til að þakka fyrir og sýna fjölþjálfann uppsettann og hvernig hann nýtist vel í endurhæfingu.

Áður hefur klúbburinn fært Seiglunni, Rósina sem er söngbók fyrir eldri borgarar og hafa hjónin Kristján og Birna mætt reglulega og verið með söngstundir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2