fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHættir eftir 50 ár í stjórn

Hættir eftir 50 ár í stjórn

Þorkell Magnússon er nýr formaður handknattleiksdeildar Hauka

Á aðalfundi Handknattleiksdeildar Hauka sem haldinn var 21. febrúar s.l. var

Þorkell Magnússon kjörinn nýr formaður handknattleiksdeildar Hauka.

Hann tekur við af Þorgeiri Haraldssyni sem gegnt hefur stöðu formanns yfir 30 ár en hann var fyrst kjörinn formaður 1981 en þá hafði hann verið í stjórn frá 1973.

Þorgeir var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari bæði meistaraflokka karla og kvenna, stjórnarmaður og formaður handknattleiksdeildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka auk nefndarstarfa á vegum Hauka og víðar. Þorgeiri var á aðalfundinum þökkuð sérlega gifturík störf á vettvangi Handknattleiksdeildar Hauka.

„Þótt víða væri leitað, má fullyrða að enginn annar formaður handknattleiksdeildar hafi á þessari öld, átt þátt í öðrum eins fjölda meistaratitla líkt og meistaraflokkar Hauka unnu til, svo og fjöldi meistaratitla í yngri flokkum,“ segir í tilkynningu frá Haukum.

Þorgeir sagðist í samtali við Fjarðarfréttir fara sáttur úr stól formanns og víki nú alveg til hliðar til að gefa nýjum formanni vinnufrið. Hann segir þetta hafa verið skemmtilegan tíma ekki síst þegar hann með góðu fólki markaði nýja stefnu fyrir félagið árið 1988 sem skilaði Íslandsmeistaratitli 1995. Þorgeir var ekki alveg samfleytt formaður, hann tók sér leyfi m.a. þegar hann fór til flugnáms í Bandaríkjunum en alltaf kom hann aftur.

Viðtakandi formaður, Þorkell Magnússon, verkfræðingur er Haukafólki vel kunnugur. Þorkell átti glæsilegan feril sem leikmaður meistaraflokks karla í Haukum, hefur starfað við þjálfun yngri flokka hjá deildinni auk þess sem hann hefur setið í stjórn handknattleiksdeildarinnar undanfarin ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2