Það ríkti gleði í hátíðarsal Lækjarskóla sl. föstudag er sigri í keppni grunnskóla í Lífshlaupinu var fagnað. Troðfullt var í salnum, bæjarstjóri færði skólanum blómvönd í tilefni af sigrinum og Friðrik Dór lék og söng í boði Hafnarfjarðarbæjar.
Í Lífshlaupinu er keppnirnar þrjár, vinnustaðakeppni sem stóð yfir í þrjár vikur, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni sem stóð yfir í tvær vikur í febrúar. Hverri keppni er skipt upp í flokka eftir stærð vinnustaðar eða skóla.
Skrá mátti alla hreyfingu sem nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum mátt skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mínútur í senn.
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er yfir daginn mátti skrá. Til þess að fá einn dag skráðan þurfti að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur, fyrir 15 ára og yngri.
Lækjarskóli keppti í flokki skóla með 300-499 nemendur en þrír skólar tóku þátt í þeim flokki. Lækjarskóli varð efstur með 9,45 daga og Giljaskóli í öðru sæti með 8,97 daga.
Smáralundur í 10. sæti af 118
446 vinnustaðir voru skráðir til leiks og náði leikskólinn Smáralundur bestum árangri hafnfirskra vinnustaða en Smáralundur lenti í 10. sæti 10-29 starfsmanna vinnustaða en alls tóku 118 vinnustaðir þátt í þessum flokki.