fbpx
Þriðjudagur, janúar 7, 2025
HeimFréttirErna HF 25 sökk við bryggju

Erna HF 25 sökk við bryggju

Gamall trébátur Erna HF 25, sem lengi hefur legið við flotbryggju í Flensborgarhöfn, sökk í nótt. Þegar háflóð var stóð aðeins púströrið upp úr.

Báturinn var smíðaður af Trésmiðju Austurlands árið 1971 og er 15 m langur og 25 brúttólestir að stærð. Upphaflega hét hann Hafsúlan RE 77 en varð Hafsúlan SH 7 en áfram í eigu sama eiganda, Halldórs Sveinssonar í Reykjavík.

Lúinn bátur við lúna flotbryggjuna.

Eftir það hefur báturinn borið ýmis nöfn og númer, Donna HU 4, Donna ST 4, Donna ÍS 62, Sigurbjörg ST 55, Donna ST 5 og árið 2001 Donna SU 55 skv. upplýsingum á skipamyndir.com.

Frá árinu 2006 hefur báturinn borið heitið Erna HF 25 og verið í eigu Árna M. Sigurðssonar og skráður sem skemmtiskip.

Að sögn Lúðvíks Geirssonar, hafnarstjóra, verður reynt að hífa bátinn upp á næstu dögum og verður hann þá tekinn á þurrt. Segir hann bátinn vera tryggðan.

Flotbryggjan sem báturinn liggur við er orðin lúin, samsett úr steyptum kerjum og trébryggju sem að sögn Lúðvíks er á dagskrá að endurnýja skv. nýju skipulagi.

Ekki var talið að olíu læki úr bátnum en hins vegar hafi olíubrúsi farið í sjóinn og þetta séru ummerkin.
Erna HF 25 á góðum degi 2020.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2