fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirKeilir eflir barna- og unglingastarfið

Keilir eflir barna- og unglingastarfið

Þjálfurum fjölgað til að geta tekið við fleiri börnum og ungmennum í golf

Um 200% fjölgun hefur verið undanfarin ár í barna- og unglingastarfi hjá Golfklúbbnum Keili að sögn Karls Ómars Karlssonar, íþróttastjóra Keilis en hann er staddur á Spáni í 62 manna hópi á vegum Keilis en 35 krakkar eru þar í æfingabúðum.

„Vegna þessa áhuga hefur Keilir ákveðið fjölga þjálfurum og efla þannig starfið til muna,“ segir Karl.

Þrískipt starf

Karl Ómar Karlsson – Ljósmynd: GSÍ

„Það má segja að barna- og unglinga­starfið skiptist í þrennt, við erum með Golfleikjaskólann á sumrin fyrir 5-11 ára krakka og hefst hann strax eftir að skóla lýkur í vor. Svo erum við með almennar æfingar fyrir börn frá leikskólaaldri til 21 árs ungmenna. Þar eru æfingar 10-11 mánuði ári og tvisvar til þrisvar í viku. Auk þess er hægt að taka þátt í afreksefnastarfi og afreks­starfinu fyrir keppnishópana í golfi. Keppnishópar eru allt frá 9 ára aldri og upp í fullorðna.“

Í glæsilegri aðstöðu í Hraunkoti.

 

Frábær aðstaða

Aðspurður segir Karl að æfinga­aðstaðan á Hvaleyrinni sér gríðarlega góð. „Á veturnar er frábær aðstaða hjá okkur í Hraunkoti en þar eru fullkomnir golf­hermar, púttvöllur og félags­að­staða,“ segir Karl og bætir við að úti undir skýli sé líka mjög góð aðstaða á skv. mottusvæði sem hægt er að slá kúlu út á völl í skjóli fyrir vindum. Segir hann að þar sé hægt að æfa fjölbreytt högg og hafa leiðsögn kenn­ara.

Útiæfingasvæðið í Hraunkoti þar sem hægt er að æfa mismunandi högg þó úti blási.

Bjóða kynningar í vor

Golfklúbburinn Keilir ætlar í vor að bjóða nemendum 4., 5. og 6. bekkja grunnskóla í Hafnarfirði að koma í heimsókn í Hraunkotið með umsjónar­kennara til að fá kynningu á golf­íþróttinni. Umsjónakennarar þessa bekkjar­deilda í Hafnarfirði geta haft samband við Keili og fengið golfkynn­ingu í 2-3 klst. í maí og fyrir skólalok.

Sveiflan æfð.

Eftir það verður nemendum boðið til að mæta á golfæfingar í nokkur skipt sér að kostnaðarlausu.

Hvetur Karl umsjónarkennara til að hafa samband við sig sem fyrst. Senda má fyrirspurnir á kalli@keilir.is

Ungir kylfingar æfa að slá eins nálægt og holu mögulegt er.
Góð aðstaða er til að leiðbeina kylfingum með mismunandi högg.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2