fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirVatnslaust í ársfjórðung við Hvaleyrarvatn

Vatnslaust í ársfjórðung við Hvaleyrarvatn

Almenningssalerni hafa veri ónothæf frá áramótum

Ekkert rennandi vatn hefur verið í skátaskálanum Skátalundi frá áramótum og því heldur ekki í almenningssalernunum sem skátarnir tóku í notkun fyrir tveimur árum síðan.

Langvarandi mikið frost sem ekki á sér fordæmi frá því skálinn var byggður hefur orðið til þess að lögn frá bílastæðinu norðan við vatnið og liggur í vatnskantinum að skálanum hefur verið frosin síðan um áramót.

Skátarnir hafa reynt ýmislegt til að tryggja að ekki sé frosið í leiðslum við skálann og þrátt fyrir nokkuð langan hitakafla bólar ekkert á vatninu.

Ýmislegt hefur verið reynt til að þýða frostið, m.a. með einu tonni af heitu vatni.

Þetta kemur sér illa því skálinn, sem er í eigu St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, félags eldri skáta, er mikið notaður og ekki síst fyrir þann mikla fjölda útivistarfólks sem er þarna á ferð og getur ekki notað almenningssalernin.

Skv. upplýsingum Guðmundar Elíassonar, umhverfis- og veitustjóra hjá Hafnarfjarðarbæ hefur ástandið verið óvenju slæmt í vetur og fleiri dæmi hafi verið um að vatnslaust hafi verið í langan tíma. Þó væri þetta eina dæmið sem vitað væri um að enn væri frosið en hann segir það vegna þess að lögnin væri löng og lítil hreyfing í henni.

Vatnslögnin er um 500 m löng og punktalínan á að sýna hvar hún liggur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2