fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÁ döfinniReykjavík Design og Mini Mi hafa sameinast í Firði

Reykjavík Design og Mini Mi hafa sameinast í Firði

Opnunarpartý á miðvikudaginn

Hönnunarverslunin Reykjavík Design og barnavöruverslunin Mini Mi hafa nú sameinast í þrjú hundruð fermetra glæsilegu verslunarrými á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði.

Mini Mi býður upp á fjölbreytt og vandað vöruúrval fyrir yngri kynslóðina á frábæru verði en verslunin var stofnuð 2022 og opnaði í Firði þá um sumarið.

Vöruúrvalið er mikið, barnavörur, gjafavörur, húsgögn, ljós og fl.

Reykjavík Design var stofnuð árið 2017 og er lífsstíls- og hönnunarverslun sem selur fallegar vörur fyrir heimilið og margvíslegar gjafavörur. Hjá Reykjavík Design finnur þú allt milli himins og jarðar til að fegra heimilið og einnig ýmislegt glæsilegt til að gefa þeim sem eiga allt.

Glæsilegur barnafatnaður

Sameinuð verslun mun bjóða upp á enn betra vöruúrval en áður og á betri verðum.

Við erum ótrúlega spennt að sameina krafta okkar með Reykjavík Design og að starfa í flottasta verslunarrýmið í Firðinum. Við hlökkum til opna nýja verslunina formlega og hvetjum alla til að koma í heimsókn,“ segir Veróníka Von Harðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Mini Mi. „Við erum með öflugar netverslanir og bjóðum upp á marga heimsendingar- og greiðslumöguleika.

Veróníka Von Harðardóttir

Verslunin er opin og opnunarpartý verður haldið núna á miðvikudaginn, 19. apríl, með frábærum afsláttum.

Heimasíða Reykjavík Design er www.rvkdesign.is

Heimasíða Mini Mi er www.minimi.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2