fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttir„Verndarar barna“ í samstarfi við Barnaheill

„Verndarar barna“ í samstarfi við Barnaheill

Barnaheill og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning

Hafnarfjarðarbær og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert nýjan samstarfsamning um þjónustu og fræðslu fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar sem gildir út skólaárið 2023/2024.

Eykur hæfni starfsfólks bæjarins við að greina einkenni ofbeldis

Kjarninn í samstarfinu er forvarnarnámskeiðið Verndarar barna sem eykur hæfni starfsfólks bæjarins við að greina einkenni ofbeldis og vinna að forvörnum gegn meðal annars kynferðislegu ofbeldi á börnum og ungmennum auk fræðslu um eigin mörk í samskiptum við börn og ungmenni.

Rúmlega 1000 starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa fengið fræðsluna frá árinu 2009 en þá hófst formlegt samstarf um þetta forvarnarverkefni.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir: „Árangur samstarfsins þessi ár endurspeglast einna helst í auknu öryggi og réttum viðbrögðum þegar spurningar vakna og upp koma mál sem kalla á ráðgjöf og aðstoð til handa hafnfirskum fjölskyldum“.

Áhersla lögð á fræðslu til starfsfólks í leikskólum

Á tímabilinu verður lögð sérstök áhersla á að fræða skólastjórnendur, deildarstjóra og sérkennslustjóra í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Fræðslan stendur nýju starfsfólki grunnskólanna til boða í ágúst sem liður í móttökuáætlun og undirbúningi fyrir nýtt skólaár. Einfölduð og styttri útgáfa af fræðslunni verður jafnframt í boði á tímabilinu fyrir starfsfólk íþróttahúsa, þjálfara íþróttahreyfingarinnar og stjórnir íþróttafélaga. Fræðslan miðar að því að þátttakendur fræðist og þjálfist í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við hvers kyns ofbeldi þ.m.t. kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2