fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimÁ döfinniVortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar í kvöld

Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar í kvöld

„Lýsa leiðina þína“ er yfirskrift vortónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar sem haldnir verða í Víðistaðakirkju í kvöld, miðvikudag kl. 20 á afmælisdegi kórsins, en kórinn er 28 ára gamall.

Dagskrá tónleikanna er á léttu nótunum og má þar finna fjölmörg lög sem hafa verið vinsæl meðal þjóðarinnar á síðustu árum og áratugum.

Nóg er um að vera hjá kórnum því kórinn tekur þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra sem haldið er í Reykjavík helgina 4. – 6. maí.

Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Arngerður María Árnadóttir og meðleikari á píanó er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Miðasala er við innganginn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2