fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirÓk stolnum bíl á ofsahraða um götur og göngustíg

Ók stolnum bíl á ofsahraða um götur og göngustíg

Lögregla varð var við stolna bifreið þar sem henni var ekið um Vellina um kvöldmatarleytið í gær. Þegar ökumanni voru gefin merki um að stöðva akstur, óhlýðnaðist hann þeim fyrirmælum og jók hraðann.

Þannig hófst eftirför á eftir bifreiðinni sem lauk þegar henni var ekið eftir botnlanga á Drekavöllum og út af bifreiðastæði yfir á göngustíg sem er hátt í tveimur metrum neðar þar sem bifreiðin skall á háum graskanti á móts við Einivelli 5.

Ökumaður og farþegi hlupu þá í burtu, en fundust báðir og voru handteknir í kjölfarið. Lögregla naut þar tilkynningar athuguls borgara sem benti á felustað annars mannsins.

Þeir voru vistaðir í fangageymslu, en ökumaðurinn er að auki grunaður um ýmis umferðarlagabrot m.a. akstur undir áhrifum vímuefna og akstur án ökuréttinda.

Nokkur hræðsla greip um sig meðal íbúa því bílnum var ekið mjög hratt og á tímabili á göngustíg og lögreglumótorhjól á eftir honum.

Bíllinn var síðan fjarlægður með krana.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2