fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirErla bætti sinn eigin tíma og setti Íslandsmet í maraþoni 61 árs...

Erla bætti sinn eigin tíma og setti Íslandsmet í maraþoni 61 árs gömul

Hljóp 61 árs á 3,30.28 klst. í London!

Hafnfirðingurinn Erla Eyjólfsdóttir, Hlaupahópi FH, keppti í Lundúnarmaraþoninu fyrir skömmu og bætti þar 8 ára gamlan tíma sinn og kom í mark á 3,30.28 klst.

Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að Erla er á 62. aldursári.

Með afrekinu sló hún 10 ára gamalt Íslands­met í aldursflokknum 60-64 um tæpar 4 mínútur.

Varð Erla 13. í sínum aldursflokki og í hópi 8% fremstu kvenna í hlaupinu en alls voru keppendur 48.606.

Alls kepptu 16 Íslendingar í hlaupinu í London og aðeins hin 29 ára María Lovísa Breiðdal hljóp á betri tíma en Erla, á 3,14.09 tímum.

Erla Eyjólfsdóttir t.h. ásamt hlaupavinkonu sinni Þorbjörgu Ósk Pétursdóttur sem líka átti frábært hlaup og varð 4. Íslendinganna í hlaupinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2