fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirÓk niður ljósastaur á Lækjargötu

Ók niður ljósastaur á Lækjargötu

Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs

Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um að bíl hafði verið ekið á ljósastaur og stein á Lækjargötu við Brekkugötu.

Sjá má þar sem bíllinn hefur farið á eina viðvörunarstikuna við gangstéttina.

Fór tækjabíll slökkviliðsins á staðinn ásamt sjúkrabíl og tveimur lögreglubílum.

Hafði bíl verið ekið upp Lækjargötu og af einhverjum ástæðum verið sveigt til hægri, fyrst á viðvörunarmerki vegna framkvæmda á Dvergslóðinni og síðan á ljósastaur og stein. Var áreksturinn það harður að ljósastaurinn féll niður og bíllinn tók með sér stóran stein og snérist til hægri og endaði inni á Brekkugötunni.

Sjálft ljósastæðið er það eina sem eftir er þar sem ljósastaurinn stóð.

Viðbragðsaðilar voru við bílinn er blaðamann bar að og að sögn lögreglu var ekki talið að ökumaður væri meiddur og var hann enn inni í bílnum og spjallaði við viðstadda.

Ljósastaurinn er við ljósastýrða gangbraut og mildi að enginn varð fyrir bifreiðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2