fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirHarður árekstur á FH-torgi

Harður árekstur á FH-torgi

Alltof algengt að sjá árekstur á þessu hringtorgi

Enn einn árekstur varð á um 4 leytið í dag á FH-torgi við útafaksturinn á Bæjarhraun. Var áreksturinn óvenju harður og snérist önnur bifreiðin í 180° við höggið.

Enginn slasaðist í þessum árekstri og var bílunum ekið fljótlega á brott enda ekki mikið skemmdir þrátt fyrir harðan árekstur.

Allt of algengt er að sjá árekstur nákvæmlega á þessum stað og virðist sem ökumenn á ytri akrein sem koma Fjarðarhraunið úr suðri ekki virði rétt ökumanna á innri akrein. Ekki er fullyrt að svo hafi verið í þetta skipti en það er þó ekki ólíklegt.

Hringtorgið fækkaði óumdeilanlega slysum á þessum gatnamótum og mjög sjaldgæft er að einhver slasist í árekstrum þarna. Hins vegar eru árekstrar margir og er hringtorgið umdeilt fyrir það að hafa of margar tengingar miðað við stærð þess.

Svo virðist sem algengara sé að ökumenn sem koma úr suðri Fjarðarhraunið og ætla áfram inn á það aftur í sömu stefnu fari oftar á ytri akrein og framhjá tveimur gatnamótum áður en þeir sveigja til hægri út Fjarðarhraunið. Hins vegar myndast oft tappi í Bæjarhrauninu þar sem ökumenn sem þaðan koma á einfaldri akrein fara nær aldrei á ytri akrein í hringtorgið þó þeir ætli aðeins yfir ein gatnamót sem eru alveg við hliðina á Bæjarhrauninu.

Akstur í hringtorgum er mismunandi á milli landa og t.d. er heimilt að skipta um akrein á hringtorgum í Danmörku sem ekki er leyfilegt á Íslandi. Þó má sjá punktalínu á milli akreina í hringtorgum á Íslandi en ekki heila línu þar sem það væri hægt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2