fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirÞórunn hlaut Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Þórunn hlaut Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla fengu Foreldraverðlaunin

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar voru afhent í gærkvöldi en þau voru afhent fyrst árið 1992 en Foreldraráð Hafnarfjarðar var stofnað 25. september 1991.

Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Formaður Foreldraráðsins, Stefán Már Gunnlaugsson, bauð gesti velkomna en í upphafi athafnarinnar í Sjónarhóli Kaplakrika lék strákahljómsveitin Crocs en hún kemur úr rytmísku deild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem þeir eru undir handleiðslu Arons Arnar Óskarssonar deildarstjóra. Vakti leikur þeirra mikla lukku meðal viðstaddra.

Hljómsveitin Crocs vakti hrifningu með leik sínum.

Farsæld og forvarnir í Hafnarfirði

Stella B. Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna- og frístundastarfs Hafnarfjarðarbæjar

Stella B. Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna- og frístundastarfs Hafnarfjarðarbæjar flutti erindi sem hún nefndi „Farsæld og forvarnir í Hafnarfirði” þar sem hún fór yfir þær hættur sem steðja að börnum og hvað foreldrar geta gert. Hún fór stuttlega yfir niðurstöður rannsókna á umfangi meiðandi ummæla og sagði frá öflugu forvarnarstarfi á vegum bæjarins.

Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs

Í forföllum bæjarstjóra ávarpaði Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs, fundargesti og sagði frá því sem væri á döfinni.

Þá var komið að veitingu verðlaun og voru allar tilnefningar kynntar og rökstuðningur þeirra en allir sem fengu tilnefningu fengu viðurkenningarskjal og blóm.

Veitt voru tvenn verðlaun, Foreldraverðlaun Foreldraráðs og Hvatningarverðlaun Foreldraráðs.

Foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla fengu Foreldraverðlaunin

Þrjár tilnefningar komu til Foreldraverðlauna Foreldraráðs Hafnarfjarðar:

  • Svandís Edda Gunnarsdóttir, foreldri í Öldutúnsskóla
  • Foreldrar margra drengja í 8. EÖD í Lækjarskóla
  • Foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla
Svandís Edda Gunnarsdóttir, foreldri í Öldutúnsskóla og fulltrúar foreldra margra drengja í 8. EÖD í Lækjarskóla

Foreldraverðlaunin hlutu foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla

Foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla hlutu Foreldraverðlaunin

„Þessi vetur var alls ekki auðveldur í mörgum grunnskólum og ljóst að unga
kynslóðin glímir við ýmis eftirköst og afleiðingar covid – áranna svokölluðu. Í
Hraunvallaskóla kom einnig upp erfitt eineltismál sem rataði í fréttirnar og beindi
augum almennings að skólastarfinu á Völlunum. Viðbrögð foreldra í árganginum voru
frábær. Haldnir voru fundir með foreldrum þar sem þeir tóku virkan þátt í að leita
lausna og bæta skólastarfið. Foreldrarnir hafa verið duglegir að skipuleggja
bekkjarkvöld og samverustundir með krökkunum – bæði í skólanum og utan hans og
gert margt til þess að bæta bekkjaranda og efla foreldrastarfið í skólanum. Þessi
foreldrahópur er afar öflugur og hefur sjaldan verið jafn gott foreldrasamstarf í
skólanum. Hægt væri að telja upp mörg nöfn en bekkjartenglarnir sem hafa staðið í
stafni eru: Magnús Róbertsson, Kristjana Guðný, Hulda Björk, Helen Ósk, Guðbjörg
Jóhannesdóttir og fleiri,“ sagði í rökstuðningi með tilnefningunni.

Þórunn Þórarinsdóttir hlaut Hvatningarverðlaunin

Allir sem fengu tilnefningu til Hvatningarverðlaunanna fengu heiðursskjal og blóm.

Alls hlutu 29 tilnefningu til Hvatningarverðlauna Foreldraráð og sennilega hafa aldrei borist jafn margar tilnefningar.

    1. Anna Rut Pálmadóttir
    2. Bryndís Halldórsdóttir
    3. Brynhildur Auðbjargardóttir
    4. Eineltisráð Öldtúnskóla
    5. Foreldrafélag Víðistaðaskóla
    6. Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson
    7. Heiðdís Helgadóttir
    8. HHH – Hinsegin hittingur
    9. Hraunið/Víðistaðaskóli
    10. Hulda Björnsdóttir
    11. Hulda Ólafsdóttir
    12. Ingibjörg Einarsdóttir
    13. Íris Grétarsdóttir
    14. Jóhanna Ómarsdóttir
    15. Ivanka og Katrín
    16. Jóhanna Þórunn Egilsdóttir
    17. Kristín Högna Garðarsdóttir
    18. Lilja Rut Jóhannsdóttir
    19. Níels Tiabaud Girerd
    20. Anna Guðmundsdóttir
    21. Sigmar Ingi Sigurgeirsson
    22. Sólveig Baldursdóttir
    23. Starfsfólk Hjallastefnunnar
    24. Svanhildur Þorgeirsdóttir
    25. Sylvía Pétursdóttir
    26. Þórunn Þórarinsdóttir
    27. Þórarinn Böðvar og Kári Freyr
    28. Tómas Ingi Shelton
    29. Valgerður Ósk Hjaltadóttir

Hvatningarverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2023 hlaut Þórunn Þórarinsdóttir.

Þórunn Þórarinsdóttir, handhafi Hvatningarverðlauna Foreldraráðs Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Fékk hún í verðlaun ullarteppið Úlfur eftir hafnfirska hönnuðinn Siggu Möggu úr Litlu hönnunarbúðinni.

Í rökstuðningi sem fylgdi tilnefningum Þórunnar Þórarinsdóttur sagði:

„Framlag Þórunnar til tómstunda-og æskulýðsstarfs í Hafnarfirði er algjörlega ómetanlegt. Hún leggur líf og sál í allt það sem hún tekur sér fyrir hendur hvort sem það er sem verkefnastjóri tómstundastarfs, foreldrafulltrúi í grunnskóla eða íþróttafélagi. Hún brennur fyrir velferð unglinga og vinnur ötult forvarnastarf í þágu þeirra.“

„Þórunn er ein sú mesta kærleikskúla sem fyrirfinnst. Þórunn hefur unnið við söngleik Víðistaðaskóla til fjölda ára og gert það virkilega vel. Einnig er hún deildarstjóri tómstundamiðstöðvar. Hún leggur sig ávallt fram, út fyrir endimörk alheimsins. Það er ótrúlega gott að leita til hennar bæði sem foreldri og sem nemandi. Það er svo sannarlega hægt að treysta því að hún reynir ávallt að finna sem bestu lendinguna í erfiðum málum. Það er óhætt að segja að hún sinnir fjölbreyttum málum í skólanum og er hún ótrúlega hugmyndarík í því að gera starfið sem áhugaverðast og skemmtilegt fyrir nemendur. Hún er búin að vera með Harry Potter klúbb þar sem tilraunir og leyniskrift ráða ríkjum, hún er búin að vera með hæfileikakeppni á öllum stigum skólans og fleira og fleira.
Það þurfa allir að eiga eina Þórunni á hverjum vinnustað – eins og skínandi demantur svo verðmæt er hún.“

Markmið Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Foreldraráð Hafnarfjarðar er samráðsvettvangur og málsvari foreldra grunnskólabarna í Hafnarfirði. Hlutverk Foreldraráðs Hafnarfjarðar er að vinna að sameiginlegum málefnum skólanna og gefa umsagnir um ýmis mál er varða skóla- og fjölskyldumál. Foreldraráð vinnur í nánu samstarfi við foreldrafélögin í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar.

Markmið Foreldraráðs Hafnarfjarðar eru eftirfarandi:

  • standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska
  • beita sér fyrir auknum áhrifum og þátttöku foreldra í skóla- og frístundastarfi
  • stuðla að skipulögðu samstarfi aðildarfélaganna og vera tengiliður við önnur heildarsamtök foreldra
  • vera sameiginlegur málsvari gagnvart sveitarfélagi og stjórnvöldum

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2