fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVilja nýtt ungmennahús í hjarta Hafnarfjarðar og laun fyrir fundasetu

Vilja nýtt ungmennahús í hjarta Hafnarfjarðar og laun fyrir fundasetu

Ungmennaráð Hafnarfjarðar vill að ungmennahús bæjarins verði sameinuð í nýtt og stærra ungmennahús sem gæti verið staðsett í núverandi húsnæði bókasafns Hafnarfjarðar. Þetta er meðal tillagna sem ungmennaráðið lagði fram á árlegum samráðsfundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag.

Í máli ungmennanna kom fram að ungmennahús Hafnarfjarðar væru orðin sprungin vegna mikillar aðsóknar. Þörf sé á stærra húsnæði þar sem hægt væri að bjóða upp á fjölbreytt hópastarf og mæta þörfum ólíkra hópa, t.d. ungmennaráðs sem þyrfti betri fundaraðstöðu. Núverandi húsnæði bókasafns Hafnarfjarðar væri tilvalið þar sem fyrir liggur að bókasafnið flytji bráðum í nýtt húsnæði.

Ungmennaráð lagði einnig til að fulltrúar ráðsins fái greidd laun fyrir störf sín líkt og tíðkist í fjölda annarra sveitarfélaga og að ungmenni fái sæti við borðið í fleiri nefndum og ráðum en bara íþrótta- og tómstundanefnd. Ungmennin vilji hafa rödd þar sem ákvarðanir eru teknar. Þá var lagt til að sveitarfélagið auki fræðslu um stjórnmál í grunnskólum og beiti sér fyrir lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum í 16 ár.

Tillögur ungmennaráðs voru alls 12 að þessu sinni:

  1. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ungmennaráðið fái að koma að ráða- og nefndarstarfi í auknum mæli. Lagt er til að Ungmennaráðið fái ýmist áheyrnarfulltrúa eða almennan fulltrúa í ráð og nefndir.
  2. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bæjarstjórn auki fræðslu um stjórnmál og kosningar í grunnskólum og beiti sér í kjölfarið fyrir lækkun kosningaaldurs í 16 ár.
  3. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að sveitarfélagið geri enn betur í að tryggja aðgengi fatlaðs fólks til jafns við aðra, sérstaklega aðgengi að íþróttum.
  4. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að því verði tryggð viðunandi aðstaða til að funda þar sem lítill vinnufriður er í Hamrinum ungmennahúsi.
  5. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að sveitarfélagið meti starf ungmennaráðs að verðleikum og greiði fulltrúum laun fyrir fundarsetu.
  6. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að Hafnarfjarðarbær ráðist í róttækari aðgerðir í loftslagsmálum og setji á fót nefnd um loftslagsmál.
  7. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að félagsmiðstöðvar bæjarins skipuleggi sameiginlega hittinga að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
  8. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ráðist verði í frekari aðgerðir til að sporna gegn vaxandi fordómum í garð hinsegin fólks í samfélaginu og að brugðist verði við fordómum innan veggja skólanna.
  9. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að Hafnarfjarðarbær skipti Mentor út fyrir
  10. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ungmennahús Hafnarfjarðar verði sameinuð í eitt stórt ungmennahús sem gæti til dæmis verið staðsett í núverandi húsnæði bókasafns Hafnarfjarðar að Strandgötu 1. Tryggja þarf mótor-hluta Músík og mótor hentugt framtíðarhúsnæði.
  11. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ókeypis verði í strætó fyrir börn yngri en 18 ára og að ferðir leiðar 19 verði tíðari.
  12. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að Hafnarfjarðarbær bjóði upp á íslenskukennslu fyrir.

Fréttatilkynning.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2