fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenningarhátíðin Bjartir dagar hefst í dag

Menningarhátíðin Bjartir dagar hefst í dag

Hafnfirðingar fagna 115 ára afmæli og blása til hátíðar

Menningarhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á 115 ára afmælisdegi bæjarins í dag.

Hátíðin fagnar 20 ára afmæli í ár og boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði í Hafnarfirði allan júnímánuð.

Hátíðin hefst á því að nemendur í þriðja bekk syngja inn sumarið á sjálfan afmælisdaginn undir stjórn Guðrúnar Árnýjar á Thorsplani kl. 10. Þá hafa leikskólabörn skreytt fyrirtæki, verslanir og stofnanir með list sinni um allan bæ og kl. 17 verður ný sýning um Hafnarfjarðarlögregluna opnuð í Byggðasafni Hafnarfjarðar af lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Fjölbreytt hátíðarhöld

Bjartir dagar er þátttökuhátíð sem byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki, íþróttafélög, tónlistarfólk og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja.

Kraftur og gróska í listalífinu í Hafnarfirði hefur meðal annars endurspeglast í viðburðinum Gakktu í bæinn þegar listamenn, hönnuðir og handverksfólk á svæðinu frá smábátahöfninni að miðbæ Hafnarfjarðar opna vinnustofur sínar á föstudagskvöld og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn. Þá munu tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár líkt og fyrri ár.

Í dag verður m.a. Hátíð á Holtinu kl. 17-19 við Hvaleyrarskóla, Afmælishátíð Lækjaskóla kl. 15-18.30 og golfatburður hjá Keili kl. 16-18.

Á morgun, föstudag, verður viðburðurinn Gakktu í bæinn kl. 18-21 og lengd opnun í Bókasafninu til kl. 21 með ýmsum uppákomum.

Sjá má alla dagskrá Bjartra daga hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2