fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirÖrvaregn hafnfirskra ungmenna í Larvik í Noregi

Örvaregn hafnfirskra ungmenna í Larvik í Noregi

Sjö ungmenni frá Bogfimifélaginu Hróa Hetti kepptu á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik í Noregi 29. júní – 2. júlí sl.

Krakkarnir voru á aldrinum 12-18 ára og þar af fimm sem voru að fara í sína fyrstu ferð á stórmót.

Í Larvik, sem er um 100 km sunnan við Osló, kepptu krakkarnir við krefjandi aðstæður.  Þau eru ekki vön að keppa í 22-24 gráðum og sól, frekar  í 11 gráðum og rigningu á Íslandi. Þau létu nú samt veðrið ekki trufla sig og unnu til sjö verðlauna og kom hópurinn heim með 3 silfur og 4 brons.

Alls kepptu 32 Íslendingar á mótinu

Voru krakkarnir mjög ánægð með þennan glæsilega árangur en þau setja markmiðið á að ná ennþá lengra á næsta ári. Vöru þau öll sammála um að þetta væri ekki síðasta ferðin á stórmót með Bogfimifélaginu Hróa Hetti.

Allar upplýsingar um mótið og heildarúrslit má finna hér.

Ljósmyndir: Hrói Höttur

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2