fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimKynningPødus er ný verslun í Firði fyrir hressa stráka

Pødus er ný verslun í Firði fyrir hressa stráka

Eru með íslensk vörumerki eins og Pandagang, Iced out og Mold Reykjavík

Verslunin Pødus var opnuð á efri hæðinni í Firði í síðustu viku.

Það eru þeir félagarnir Hlynur Snær Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Willumsson sem reka verslunina.

Pandagang er vinsælt íslenskt vörumerki

Vörur verslunarinnar segja þeir höfða helst til stráka og bjóða þeir eingöngu upp á íslensk vörumerki. Þar má finna fatnað frá Pandagang, skartgripi frá Iced Out og húfur frá Mold Reykjavík.

Eigendurnir hafa sterka tengingu inn í fótboltaheiminn og eru vörur þeirra vinsælar þar. Nefna þeir sérstaklega hvítu Pandagang sokkana sem þeir segja hafi notið mikilla vinsælda.
Stefna þeir á að auka vöruúrvalið á næstunni og bjóða upp á enn fleiri íslensk vörumerki.

Verslunin er á 2. hæð í verslunar­miðstöðinni Firði.

Verslunin á 2. hæð í Firði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2