fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirGísli og Berglind Íslands­meistarar í holukeppni

Gísli og Berglind Íslands­meistarar í holukeppni

Hafnfirðingurinn Gísli Svein­bergsson úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á KPMG-bikarnum, Íslands­mótinu í holukeppni. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra í þessari keppni sem fyrst var haldin árið 1988.

Gísli lagði Aron Snæ Júlíusson úr GKG í úrslitaleiknum 4/3 en góð byrjun Gísla lagði grunninn að sigrinum. Andri Már Óskars­son úr GHR sigraði Theodór Emil Karlsson úr GM í leik um þriðja sætið 5/4.

Berglind sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR í úrslita­leiknum 2/1. Ingunn Einarsdóttir úr GKG sigraði Signý Arnórs­dóttur úr GK í leik um þriðja sætið 2/1.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn mót á Eimskipsmótaröðinni og þetta er því góður og mikilvægur áfangi fyrir mig 18 ára gamlan,“ sagði Gísli Svein­bergsson úr Keili eftir að hann hafði fagnað sigri. „Ég byrjaði mjög vel og náði góðu forskoti strax eftir sex holur og komst fjórar upp og eftir það var bara mikilvægast að halda áfram og gera ekki mistök. Leiran er frábær og einn af bestu völlum landsins og það var gaman og gott að spila hérna,“ sagði Gísli.

Þakkar pabba fyrir aðstoðina

Það verður nóg um að vera hjá Gísla í sumar en hann mun leika með Keili á Íslandsmóti golf­klúbba um næstu helgi og síðan tekur við hvert verkefnið af öðru. „Ég tek bara einn dag í einu og pæli ekki mikið í því sem er framundan. Ég var ánægður með pabba sem kaddý hérna í Leir­unni. Við ræddum um allt annað en golf á milli högga og hann var góður í því og ég þakka honum fyrir aðstoðina,“ bætti Gísli við.

Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2