HHH hafa frá upphafi verið staðsettir í félagsmiðstöðinni Hrauninu í Víðistaðaskóla.
Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni í 5.-10. bekk sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum og/eða áhugasöm um hinsegin málefni. Fyrirmyndin er Hinsegin félagsmiðstöðin í Reykjavík þar sem hittingar og hópastarf hafa gengið vonum framar.
„Við erum fjögur, þaulreynt starfsfólk félagsmiðstöðva, sem störfum í HHH. Þegar ungmennin koma með hugmyndir til okkar þá gerum við okkar allra besta að koma þeim í framkvæmd í samstarfi við ungmennin. Ungmennin sem störfuðu i jafningafræðslunni í sumar fengu t.d. þá hugdettu að Hafnarfjörður myndi á nýjan leik taka þátt Gleðigöngu Hinsegin daga núna í ágúst og við í HHH hjálpuðum þeim við að koma því í framkvæmd.
Gangan gekk frábærlega vel og gaman að sjá hversu margir Hafnfirðingar gengu með okkur,“ segir Sigmar Ingi Sigurgeirsson en með Sigmari starfa þau Melkorka Assa Arnarsdóttir, Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir og Dagný Káradóttir í HHH.
HHH er opinn alla fimmtudaga frá kl. 19:30-22 fyrir nemendur í 8.-10. bekk og annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19 fyrir nemendur í 5.-7. bekk.
Markmið starfsins er að ungmennin upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningjafræðslu og fá ungmennin meðal annars það verkefni að vekja athygli á málefnum hinsegin ungmenna og fanga fjölbreytileikanum í Hafnarfirði.
„Við hvetjum alla Hafnfirðinga sem áhugasamir eru um HHH til að kynna sér starfið, hvetja þau áfram sem vilja kynna starfið og mæta á hittingana okkar. Við tökum vel á móti öllum.“
HHH er á Instagram og Facebook