fbpx
Sunnudagur, desember 22, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHinsegin hittingur í Hafnarfirði

Hinsegin hittingur í Hafnarfirði

Vettvangur fyrir ungmenni sem er mótaður og þróaður af þeim sjálfum

HHH hafa frá upphafi verið staðsettir í félagsmiðstöðinni Hrauninu í Víði­staða­skóla.
Hittingurinn er hugsaður fyrir ung­menni í 5.-10. bekk sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum og/eða áhugasöm um hin­segin málefni. Fyrirmyndin er Hinsegin félagsmiðstöðin í Reykjavík þar sem hittingar og hópastarf hafa gengið vonum framar.

„Við erum fjögur, þaulreynt starfsfólk félagsmiðstöðva, sem störfum í HHH. Þegar ungmennin koma með hug­myndir til okkar þá gerum við okkar allra besta að koma þeim í framkvæmd í samstarfi við ungmennin. Ungmennin sem störfuðu i jafningafræðslunni í sumar fengu t.d. þá hugdettu að Hafnarfjörður myndi á nýjan leik taka þátt Gleðigöngu Hinsegin daga núna í ágúst og við í HHH hjálpuðum þeim við að koma því í framkvæmd.

Gangan gekk frábærlega vel og gaman að sjá hversu margir Hafnfirðingar gengu með okkur,“ segir Sigmar Ingi Sigur­geirsson en með Sigmari starfa þau Melkorka Assa Arnarsdóttir, Ragn­hildur Ioana Guðmundsdóttir og Dagný Káradóttir í HHH.

HHH er opinn alla fimmtudaga frá kl. 19:30-22 fyrir nemendur í 8.-10. bekk og annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19 fyrir nemendur í 5.-7. bekk.

Markmið starfsins er að ungmennin upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningja­fræðslu og fá ungmennin meðal annars það verkefni að vekja athygli á málefn­um hinsegin ungmenna og fanga fjölbreytileikanum í Hafnarfirði.

„Við hvetjum alla Hafnfirðinga sem áhugasamir eru um HHH til að kynna sér starfið, hvetja þau áfram sem vilja kynna starfið og mæta á hittingana okkar. Við tökum vel á móti öllum.“

HHH er á Instagram og Facebook

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2