fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkÁrshlutareikningur fyrir Hafnarfjarðarkaupstað kynntur

Árshlutareikningur fyrir Hafnarfjarðarkaupstað kynntur

Afkoma Hafnarfjarðarbæjar sögð umfram væntingar 

Árshlutareikningur Hafnarfjarðarbæjar, fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2023, var lagður fyrir á fundi bæjarráðs, í gær, 24. október sl.

Afkoma A-hluta 388 milljónum kr. betri og afkoma A- og B- hluta er 208 milljónum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Veltufé frá rekstri nam 1.315 milljónum kr. í lok júní sem er umtalsvert umfram áætlun. Eigið fé var 27,7 milljarðar kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar 32,2%.

Afkoma A-hluta var neikvæð um 603 milljónir kr. en þó betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Rekstrarniðurstaða A-hluta Hafnarfjarðarbæjar var neikvæð um 603 milljónir kr. fyrstu sex mánuðina en áætlun gerði ráð fyrir 991 milljón kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.  Afkoman er því 388 milljónum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Helstu frávik frá áætlun hjá A-hluta eru í fjármagnsliðum sem eru 315 milljónum kr. yfir áætlun á tímabilinu en á móti kemur að tekjur eru umfram áætlun.

Rekstur A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæður um 1.408 milljónir kr. sem er 752 milljónum kr. umfram áætlun.

Afkoma A- og B- hluta 208 milljónum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Rekstrarniðurstaða samstæðu Hafnarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, var neikvæð um 499 milljónir kr. á fyrri helmingi ársins 2023 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 707 milljónum kr. neikvæðri niðurstöðu. Afkoman er því 208 milljónum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Rekstur samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæður um 2.215 milljónir kr. sem er 830 milljónum kr. umfram áætlun. Veltufé frá rekstri nam 1.315 milljónum kr. í lok júní sem er umtalsvert umfram áætlun.

„Munum áfram leggja áherslu á gætni í útgjöldum og rekstri“

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að rekstrarafkoma á fyrri helmingi ársins sé ásættanleg í núverandi efnahagsumhverfi verðbólgu og hárra vaxta. Haft er eftir hanni að nú komi sér vel að lögð hafiverið áhersla á aðhald í rekstri og lækkun skuldahlutfalla undanfarin ár og að við gerð fjárhagsáætlunar komandi árs verði áfram lögð áherslu á gætni í útgjöldum og rekstri Hafnarfjarðarbæjar.

Árshlutareikningur Hafnarfjarðarbæjar var lagður fram til kynningar á fundinum í gær og vísað til umræðu í bæjarstjórn. Málið er þó ekki á dagskrá bæjarstjórnar í dag.

Uppfært 26.10. kl. 15.18: Málið var tekið upp í bæjarstjórn í gær þar sem spunnust nokkuð fjörugar umræður. Fundargerðin hefur enn ekki birst á vef bæjarins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2