Efnilegasti hjólreiðamaður ársins kemur annað árið í röð úr röðum Brettafélags Hafnarfjarðar (BFH).
Tilkynnt var um val á hjólreiðafólki ársins á lokahófi Hjólreiðasambands Íslands sem haldið var laugardaginn 4. nóvember. Þá voru allir bikarmeistarar ársins heiðraðir.
Anton Sigurðarson úr BFH var kosinn efnilegasti hjólreiðamaður ársins, en þetta er annað árið í röð því á síðasta ári var Tómas Kári Björgvinsson Rist kosin efnilegasti hjólreiðamaður ársins.
Anton og Tómas Kári hafa báðir lagt gríðarlega mikið á sig síðustu ár og þrátt fyrir ungan aldur eru þeir orðnir einir bestu hjólareiðamenn landsins
BFH átti 11 bikarmeistara þetta tímabilið og félagsmenn BFH hömpuðu 18 Íslandsmeistaratitlum í fjallahjólreiðum og götuhjólreiðum
Glæsilegur árangur hjá þessum ungu hjólreiðamönnum úr röðum BFH.
Criterium 2023
U17 – Anton Sigurðarson
Enduro og Ungduro 2023
Junior – Ísak Steinn Davíðsson
U17 – Sólon Kári Sölvason
U13 – Atli Rafn Gíslason
B-flokkur – Simbi Sævarsson
Fjallahjólreiðar 2023
Junior – Tómas Kári Björgvinsson
U17 – Anton Sigurðarson
Fjallabrun – 2023
U15 – Veigar Bjarni Sigurðsson
Master 35+ – Sigurður Ólason
Cyclocross 2022-2023
Junior – Tómas Kári Björgvinsson
U17 – Sólon Kári Sölvason