fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífFótboltakona og lögfræðingur hefur opnað barnafataverslunina Mo Mama

Fótboltakona og lögfræðingur hefur opnað barnafataverslunina Mo Mama

Nadía Atladóttir hefur opnað barnafataverslunina Mo Mama að Linnetsstíg 3.

Verslunin er í litlu húsnæði við hlið Blómabúðarinnar Burkna, elstu verslun bæjarins, þar sem fallegum fatnaði hefur verið komið haganlega fyrir.

Verslunin að Linnetsstíg 3

Að sögn Nadíu stofnaði hún, ásamt Arnari Frey Ársælssyni, vefverslun með barnafatnað í lok árs 2020 en þegar húsnæði losnaði við Linnetsstíg var henni boðið að opna þar verslun.

Verslunin býður upp á fatnað fyrir 0-6 ára börn auk þess að bjóða upp á leikföng, tuskudýr, koddastafi og fl. Segir hún að fatnaðurinn komi frá Danmörku, Þýskalandi og Suður Kóreu. Td. fær hún frá Danmörku vandaðan útifatnað frá Liewood, ullarföt frá Engel Natur í Þýskalandi og falleg föt frá Monbebe og Pee Ka Boo í Suður Kóreu.

Segir hún viðtökurnar hafi verið mjög góðar þó opnunartíminn sé ekki langur nú í byrjun.

Verslunin er opin miðvikudaga til föstudaga kl. 14-17 og laugardaga kl. 12-15. Reiknar hún þó með að lengja opnunartímann í desember en annars er vefverslunin alltaf opin á momama.is

Það hefur reyndar sínar ástæður því hún er í mastersnámi í lögfræði sem taki töluvert af hennar tíma. Þá leikur hún með bikarmeisturum Víkings í knattspyrnu svo nóg er að gera hjá þessari 24 ára athafnakonu.

Hún á ekki langt að sækja kraftinn en hún er barnabarn Helga Vilhjálmssonar í Góu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2