fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBrettafélagið fær nýtt stærra húsnæði

Brettafélagið fær nýtt stærra húsnæði

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að taka á leigu húsnæðið að Selhellu 7.

Stærsti hluti húsnæðisins verður nýttur fyrir Brettafélag Hafnarfjarðar sem flyst þá úr núverandi húsnæði að Flatahrauni 14 sem var orðið allt of lítið fyrir starfsemina.

Fljótlega eftir áramót hefjast framkvæmdir í húsnæðinu og á fyrri hluta næsta árs ætti starfsemin að geta hafist á nýja staðnum.

Bæjarstjóra var falið ásamt sviðsstjórum að vinna áfram að útfærslu þess rýmis sem ekki verður nýttur fyrir Brettafélag Hafnarfjarðar en skv. upplýsingum frá Brettafélaginu hefur ekki verið endanlega ákveðið hversu stóran hluta af húsinu fer undir starfsemi félagsins.

Áður hafði verið vinnuhópur í gangi til að skoða mögulegt framtíðarhúsnæði fyrir félagið og var m.a. gerð hugmynd að nýju húsnæði við Hamranesið áður en Selhella 7 kom inn í myndina.

Ekki kemur fram í fundargerð bæjarráðs hvað leiga á húsnæðinu og breytingar muni kosta en málinu var vísað til viðaukagerðar 2024, þó svo enn hafi ekki verið samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2