fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÁkall um stuðning frá Mæðrastyrksnefnd

Ákall um stuðning frá Mæðrastyrksnefnd

Aldrei hafa komið jafn margar umsóknir um stuðning og nú

Aldrei hefur Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fengið jafn margar umsóknir um stuðning og nú að sögn Ástu Eyjólfsdóttur hjá Mæðrastyrksnefndinni.

Aldrei fleiri umsóknir um stuðning

„Það væri ánægjulegt ef okkur tækist á enn einni aðventunni að styðja þá meðbræður okkar hér í Hafnarfirði sem til okkar leita,“ segir í ákalli Mæðrastyrksnefndar enda hafa aldrei borist jafn margar umsóknir um stuðning og núna og þörfin á stuðning því aldrei meiri en nú.

Stuðningur allra þeirra frábæru fyrirtækja, félagasamtaka, einkaaðila og skólabarna gerir nefndinni kleift að sinna þessu mikilvæga starfi og laun þeirra sem styrkja er að gleðja aðra með framlagi sínu.

Þú getur styrkt!

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikninga nefndarinnar:

í Íslandsbanka 544-04-760686
í Landsbanka   140-15-381231

Kennitala: 460577-0399

styrkur@maedrastyrksnefnd.is

Sjálfstæð mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar er sjálfstætt starfandi og tengist á engan hátt, hvorki
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur né Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.

Fjölmörg fyrirtæki, félög og einstaklinga hafa í gegnum tíðina styrkt félagið á ýmsan hátt.

Mæðrastyrksnefnd hefur undanfarin ár getað úthlutað inneignarkortum í matvöruverslanir, mismikið eftir þörfum hvers og eins. Einnig hefur nefndin reynt að hafa litlar jólagjafir fyrir börn og unglinga. Stundum býðst sælgæti eða aðrar vörur sem koma fjölskyldum vel.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2