Það vekur nokkra athygli að á dagskrá bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem nú stendur yfir, eru tillögur um útgjöld á næsta ári sem ekki á að setja inn í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, en á fundinum er einmitt verið að ljúka afgreiðslu á fjárhagsáætlun.
Það eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mynda meirihluta í bæjarstjóra, sem leggja fram tillögur um hækkun á frístundastyrk til 6-18 ára barna um 5,6% og hækkun á framlagi til Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem hefur verið að breytast í samtök fyrirtækja eftir að hlutverk þeirra í markaðsmálum fyrir Hafnarfjarðarbæ hefur fallið brott, hækki um 1,2 milljónir króna á árinu 2024 og að gerður verður samningur til tveggja ára.
Á fundinum kom fram hjá fulltrúa Samfylkingar sem lagði til að styrkurinn til Markaðsstofu Hafnarfjarðar yrði hækkaður um 10 milljónir króna.
Í dagskrá fundarins er lagt til að báðum tillögunum verði vísað til viðaukagerðar 2024, viðauka við fjárhagsáætlunina sem á að samþykkja síðar á fundinum. Fram kom þó hjá bæjarstjóra að gerð hafi verið mistök með tillöguna um frístundastyrk, það væri gert ráð fyrir þessari hækkun í fjárhagsáætlun og því hafi ekki átt að standa að tillögunni yrði vísað til viðkaukagerðar.
Bæjarráð samþykkti einnig í síðustu viku að vísa fjármögnun á leigu á iðnaðarhúsnæði til viðaukagerðar 2024.