fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÁ döfinniSystkinin úr Fjóluhvamminum syngja á tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20

Systkinin úr Fjóluhvamminum syngja á tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20

„Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því,“ segja þau Ívar, Pálín Dögg og Telma Hlín Helgabörn.

„Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg.

Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni. Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og  öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur,“ segja þessi sögnglöðu systkini.

Ívar Helgason

Á tónleikunum í kvöld verður píanóorganistinn, kórstjórinn, ljósmyndarinn og náttúrubarnið úr Dölunum, Eyþórs Inga Jónssonar með þeim.

Á þessum tónleikum verða flutt nokkur lög sem Ívar gaf út á jólaplötu sinni „Jólaljós“ 2009, auk þess sem sjö ný lög eftir hann verða flutt. Flest, ef ekki öll, verða frumflutt á tónleikunum. Þá verða sungin lög sem að þeirra mati eru perlur sem hafa heyrst allt of lítið, en eiga þann eiginleika sameiginlegan að allir geta lygnt aftur augunum og íhugað texta-innihald og gildi þeirra.

Tónleikarnir í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju hefjast kl. 20 og er miðasala á Tix.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2