fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirAfreksfólk Frjálsíþróttadeildar FH var valið í vikunni

Afreksfólk Frjálsíþróttadeildar FH var valið í vikunni

Kolbeinn Höður Gunnarsson og Naomi Sednay eru afreksfólk Frjálsíþróttadeildar FH 2023.

Þetta var upplýst á uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildarinnar í Fjörukránni sl. fimmtudag.

Veittar voru fjölmargar viðurkenningar en frjálsíþróttafólk FH var mjög sigursælt á árinu 2023. FH fékk tólf titla af tólf mögulegum í bikarkeppnum og í stigakeppnum meistaramóta FRÍ. Fullt hús en það hefur ekki gerst áður. Íslandsmeistaratitlarnir voru vel á annað hundrað í hinum ýmsu aldursflokkum. Þá má nefna fimm Norðurlandameistaratitla.

Kolbeinn Höður Gunnarsson er afreksmaður frjálsíþróttadeildar FH 2023

Kolbeinn Höður Gunnarsson

Kolbeinn hlýtur þá sæmd fyrir 200 m hlaup innanhúss, en hann hljóp á 21,03 sek og setti Íslandsmet. Hann setti einnig Íslandsmet í 60 m hlaupi innanhúss 6,68 sek, 200 m hlaupi utanhúss 20,91 sek og jafnaði Íslandsmetið tvívegis í 100 m hlaupi með 10,51 sek. Þá var hann í sveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4×100 m boðhlaupi í Evrópubikarkeppninni sem fram fór í Póllandi í júní. Kolbeinn varð Íslandsmeistari í 60 og 200 m hlaupi innanhúss og 100 m utanhúss. Sigraði 100 m í Bikarkeppni FRÍ þar sem hann var fyrirliði karlaliðsins. Þá varð Kolbeinn annar í 100 m á Norðurlandameistaramótinu er fram fór í Kaupmannahöfn í lok maí. Hljóp á 10,29 sek langt undir Íslandsmetinu en meðvindur var of mikill. Langbesta keppnisár Kolbeins hingað til sem er góð fyrirmynd og hefur m.a. þjálfað yngri flokkana við góðan orðstír.

Naomi Sednay er afrekskona frjálsíþróttadeildar FH 2023

Naomi Sednay

Naomi hlýtur þá sæmd fyrir 100 m hlaup sem hún hljóp best á 11,41 sek í sumar. Hún flutti til Íslands í lok árs 2021 en hún á kærasta sem leikur knattspyrnu með HK. Naomi hefur æft og keppt með FH síðan. Hún er frá Hollandi og hefur keppt fyrir hönd síns lands í 4×100 m boðhlaupi á tvennum Ólympíuleikum, fernum Heimsmeistaramótum og orðið Evrópumeistari. Naomi er 28 ára og stefnir að því að komast í boðhlaupasveit Hollands á Ólympíuleikunum á næsta ári.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2